Tæpur helmingur meira á vinnustað en heima

20% ætla að vera meira heima en á vinnustaðnum.
20% ætla að vera meira heima en á vinnustaðnum. Ljósmynd/Aðsend

Tæplega helmingur hyggst vinna meira á vinnustaðnum en heima þegar kórónuveirufaraldrinum lýkur.

Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem var lögð fyrir gesti vefvarps Origo í tengslum við viðburðinn „Framtíð vinnu eftir Covid-19“ með Graeme Codrington, sérfræðingi í vinnustöðum framtíðarinnar, sem fór fram í morgun.

Á viðburðinum ræddi Codrington um fimm breytingar sem munu einkenna vinnu og atvinnulíf næsta áratuginn, að því er segir í tilkynningu. Hann beindi sjónum sínum einkum að tækniþróun, breytingum á skipulagsheildum, lýðfræðilegum breytum, umhverfi og tilfærslu á félagslegum gildum.

Gestir voru jafnframt spurðir hvar þeir sæju fyrir sér að sinna vinnu sinni í framtíðinni. 20% ætla að vera meira heima en á vinnustaðnum. 29% ætla að skipta vinnutímanum nokkurn veginn jafnt á milli heimilis og vinnustaðar. 49% hyggjast vera meira á vinnustaðnum en eitthvað heima og 1% ætla að vera algjörlega í vinnunni.

Ríflega 800 manns skráðu sig á viðburðinn, sem var á vegum Kjarna, mannauðs- og launakerfis, sem Origo hefur þróað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert