Segja skógrækt slitna frá landbúnaði

Gagnrýnt er að í skilgreiningum í frumvarpinu sé skógrækt slitin …
Gagnrýnt er að í skilgreiningum í frumvarpinu sé skógrækt slitin frá hugtökunum landbúnaður, ræktun og ræktun lands. Ljósmynd/Trausti Jóhannsson

Gagnrýnt er í nokkrum umsögnum við frumvarp landbúnaðarráðherra um breytingar á jarðalögum að hugtakið skógrækt sé slitið frá skilgreiningum á landbúnaði og ræktun og ræktuðu landi.

„Verði skógrækt slitin lagalega frá hugtökunum landbúnaður, ræktun og ræktað land gæti afleiðingin orðið sú að skipulagslegar skorður verði settar við skógrækt sem landnýtingarmöguleika í mörgum sveitarfélögum. Slíkt stangast á við markmið stjórnvalda um árangur í loftslagsmálum, en þar er nýræktun skóga mikilvægur þáttur, ef árangur á að nást í fyrirsjáanlegri framtíð,“ segir í umsögn Skógræktarfélags Íslands.

Sveitarstjóri Dalabyggðar bendir á að skógrækt sé landbúnaður og ræktun þó að það sé ekki í sama skilningi og tún og sáðlönd, en skógrækt sé oft og tíðum aukabúgrein með hefðbundnum búrekstri. Í umsögn Fljótsdalshrepps er sömu áhyggjum lýst. Afleiðing þess að slíta skógrækt frá hugtökunum landbúnaði og ræktun verði sú að setja skorður við skógrækt sem landnýtingarmöguleika í mörgum sveitarfélögum. „Í Fljótsdal hefur bændaskógrækt verði stunduð á bújörðum í 50 ár og telst til almenns búskapar í sveitarfélaginu,“ segir þar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert