„Eitt minnsta gos sem sögur fara af“

Magnús Tumi Guðmundsson, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði.
Magnús Tumi Guðmundsson, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði.

Eldgosið í Geldingadal er eitt minnsta gos sem sögur fara af. Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, pró­fess­or í jarðeðlis­fræði, á fundi almannavarna.

Hann segir gosið vera töluverð tíðindi, þar sem 800 ár séu síðan síðast gaus og er því nýtt eldgosatímabil hafið. Ekki sé um hamfaragos að ræða, þar sem hraunið er mest 10 metra þykkt og rennslið svipað og í Elliðaám.

Eldgosið er um fjórfalt minna en gosið við Fimmvörðuháls, segir Magnús Tumi. Þá er staðsetningin í Geldingadal mjög hentug að hans sögn, þar sem dalurinn er eins og baðkar sem fyllist af hrauni.

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert