Svíður utanvegaakstur

Fólk flykktist til að sjá glóandi hraunið. Sumir fóru á …
Fólk flykktist til að sjá glóandi hraunið. Sumir fóru á vélknúnum ökutækjum og ollu landspjöllum. Ljósmynd/Dagný Hinriksdóttit

„Fólk hefur flykkst að eldgosinu úr nánast öllum áttum. Margir hafa farið að gígnum héðan frá Hrauni og á sunnudaginn hafði mörg hundruð bílum verið lagt hér heima við bæ. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt,“ segir Hörður Sigurðsson á Hrauni, sem er skammt austan við Grindavík.

Stysta leiðin að eldgosinu og sú sem er göngufólki sennilega greiðfærust er frá Hrauni, sem er í Þórkötlustaðahverfi. Í umræðu hefur verið að útbúa bílastæði við Festarfjall haldi eldgosið áfram. Einnig að útbúa stikaða leið frá bílastæðinu að eldstöðinni í Geldingadölum, til að koma í veg fyrir að fólk villist eða rati í vandræði.

Geldingadalirnir eru þrír og tilheyra óskiptri sameign Hraunsbænda og er Hörður einn þeirra. „Mér finnst afar skiljanlegt að fólk vilji fara á staðinn, þótt sumir sem gengu að eldgígnum á sunnudaginn hefðu mátt sýna meiri fyrirhyggju. Utanvegaaksturinn er annars það sem mér svíður mest. Frá Suðurstrandarvegi og inn á heiðar og hraun eru óljósir troðningar og vegslóðar sem myndast hafa á löngum tíma. Núna skeyta menn ekkert um markaðar leiðir, aka utan vega jafnlangt að gosinu og komist verður,“ segir Hörður í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert