Landsréttur staðfestir sýknudóm í Sjanghæ-máli

Veitingastaðurinn Sjanghæ.
Veitingastaðurinn Sjanghæ. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í svokölluðu Sjanghæ-máli sem höfðað var gegn Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni, Magnúsi Geir Þórðarsyni, fyrrverandi útvarpsstjóra, og RÚV til réttargæslu.

Málið var höfðað af eiganda Sjanghæ-veitingastaðarins, Rositu YuFan Zhang, vegna umfjöllunar fréttastofu RÚV um ætlað vinnumansal á veitingastaðnum. Grunur um brotin reyndust haldlaus.

Krafist var ómerkingar á fimm ummælum í fréttum RÚV og miskabóta að fjárhæð 3 milljónir króna. 

Í dómi Landsréttar kom fram að ekki færi milli mála að ummælin hefðu falið í sér aðdróttanir um alvarleg brot og siðferðislega ámælisverða háttsemi. Hins vegar var ekki hjá því litið að fyrir lá grunur um brotið sem byggður var á ábendingu.

Það yrði að líta til þess að í krafti hins rúma tjáningarfrelsis sem fjölmiðlar njóta hafi Sunna haft svigrúm til að ákveða framsetningu fréttanna svo framarlega sem ekki væri farið með rangt mál. Var hún því ekki talin hafa farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis síns með ummælum sínum. Hún og Magnús voru því sýknuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert