Hugsa um einn dag í einu

Svavar Pétur Eysteinsson.
Svavar Pétur Eysteinsson. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

„Það sem hefur breyst er að ég geri ekki langtímaplön, sem er líka bara fínt. Að verða fyrir svona áfalli er mjög góð æfing í núvitund.“

Þetta segir Svavar Pétur Eysteinsson, öðru nafni Prins Póló, í Morgunblaðinu í dag, en hann greindist í árslok 2018 með fjórða stigs krabbamein í vélinda.

Hann er síður en svo búinn að leggja árar í bát og vinnur jöfnum höndum að myndlist, ljósmyndun og tónlist. „Ég hugsa um einn dag í einu og ekki um hvað ég ætli að verða. Frekar bara að vera. Ég er bjartsýnn á morgundaginn; það dugar mér,“ segir Svavar í einlægu viðtali í Sunnudagsblaðinu.

Lesa má viðtalið í heild sinni hér á mbl.is í vefútgáfu Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert