Sigríður Andersen vill annað sætið

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl/Arnþór Birkisson

Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra, gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík fyrir næstu alþingiskosningar. Frá þessu greinir hún í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Verði henni að ósk sinni mun hún leiða lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, rétt eins og í síðustu kosningum en hún er oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

Í grein sinni er Sigríði, sem fyrr, tíðrætt um frelsi manna og hina sígildu sjálfstæðisstefnu. Segir hún að áherslur hennar séu frekar að láta verkin tala en að skipa starfshópa og tefja þannig afgreiðslu brýnna mála. Hún hafi haft frelsi einstaklingsins í hávegum síðan hún man eftir sér og þyki brýnt að standa vörð um það, ekki aðeins þegar vel árar.

Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fer fram 4.-5. júní.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert