Óvenjuleg skjálftavirkni heldur áfram á Vesturlandi

Skjálftinn reið yfir í morgun.
Skjálftinn reið yfir í morgun. Kort/map.is

Jarðskjálfti upp á 2,9 varð í eldstöðvakerfi Ljósufjalla í morgun.

Skjálftinn átti upptök sín um 5 kílómetra austur af Langavatni á Mýrum og er til marks um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu á þessu ári. Var þetta annar stærsti skjálftinn á þessum slóðum í ár.

Á þetta bendir eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands í færslu.

Skjálftarnir hafa orðið innan eldstöðvakerfis Ljósufjalla sem teygist austur að Grábrók við Bifröst. Forsögulegir gígar finnast í grennd við það svæði þar sem skjálftarnir hafa verið að mælast, m.a. í Hítárdal og Hraundal, og hafa nokkur hraun runnið þar á nútíma.

Skjálftavirknin nú hefur þótt óvenjuleg að vissu marki, enda jarðskjálftar afar fátíðir í eldstöðvakerfum Snæfellsness.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert