Sæstrengur góð leið til að nýta hreina orku

Ólafur Ragnar Grímsson í Hörpu.
Ólafur Ragnar Grímsson í Hörpu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og forsvarsmaður þingsins Hringborðs norðurslóða, virðist hrifinn af hugmyndinni um að leggja sæstreng.

Hann segir merkilegt að ráðherra grænlensku ríkisstjórnarinnar hafi lýst því afdráttarlaust yfir að stefna nýju ríkisstjórnarinnar væri að nýta hinar ríkulegu auðlindir Grænlands varðandi vatnsafl og hreina orku en ein leið til þess væri að leggja sæstreng til Evrópu.

„Staðreyndin er sú að ef horft er til Grænlands, Íslands, Færeyja, Noregs og Skotlands, þá eru þessi ríki á norðurslóðum, öll ríki sem hafa náð ótrúlegum árangri á sviði hreinnar orku. Það er auðvitað ástæðan fyrir því að Noregur er að selja hreina orku með sæstreng, bæði til Bretlands, Hollands og Þýskalands,“ segir Ólafur. Mikilvægt sé að Íslendingar átti sig á tækifærum sem felast í samstarfi við nágrannaríkið Grænland. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert