Launin næsthæst á Íslandi

Meðallaun á Íslandi voru þau næsthæstu í fyrra í samanburði …
Meðallaun á Íslandi voru þau næsthæstu í fyrra í samanburði milli 28 landa, næst á eftir Bandaríkjunum, samkvæmt gögnum OECD. mbl.is/Árni Sæberg

Meðallaun á Íslandi voru þau næsthæstu í fyrra í samanburði milli 28 landa, næst á eftir Bandaríkjunum, samkvæmt gögnum OECD.

Þetta kemur fram í haustskýrslu kjaratölfræðinefndar um launaþróun sem birt var í gær. Þar segir að alþjóðlegur samanburður á kaupmáttarleiðréttum meðallaunum allra fullvinnandi á vinnumarkaði sé ágæt vísbending um velferðarstig landa.

Í fyrra jafngiltu meðallaunin á ársgrundvelli hér á landi um 67.500 dollurum, og voru 16% hærri en í Danmörku þar sem þau voru næsthæst á Norðurlöndunum.

Kaupmáttur óx meira á Íslandi

„Meðallaun á þennan mælikvarða eru einungis hærri í Bandaríkjunum, en þessi tvö lönd, ásamt Lúxemborg og Sviss, eru í nokkrum sérflokki,“ segir í skýrslu kjaratölfræðinefndar.

Frá upphafi yfirstandandi kjarasamningalotu í mars 2019 hafa verið gerðir 326 kjarasamningar á íslenska vinnumarkaðinum. Vísitala tímakaups á Íslandi hækkaði samkvæmt OECD um 17% frá fyrsta ársfjórðungi 2019 til annars ársfjórðungs á yfirstandandi ári.

Til samanburðar hækkaði vísitala tímakaups um 7% að meðaltali innan OECD á sama tímabili og um 4-7% á öðrum Norðurlöndum. Þrátt fyrir mismunandi verðbólgu í löndunum óx kaupmátturinn meira hér.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert