Metnaðarfullar hugmyndir um vindorkugarð

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. mbl.is/Unnur Karen

Ekki er sérstaklega litið til vindorku í hafi í nýrri orkuáætlun stjórnvalda en þá orku í hafinu umhverfis Ísland væri hægt að horfa á sem nýjan möguleika við nýtingu auðlinda við landið.

Þetta kom fram í máli Þórdísar Kolbrúnar Reykfjarðar Gylfadóttur ferðamála- iðnaðar- og ný­sköp­un­ar­ráðherra í opnunarávarpi alþjóðlegrar ráðstefnu í Hörpu um framtíð vindorku á hafi úti við Ísland.

Þórdís benti á að engin vindorkuframleiðsla væri úti fyrir Íslandsströndum og nánast engin uppi á landi.

Kári náð athygli ráðuneytisins

Möguleg tækifæri væru fólgin í því að beisla vindorku við strendur Íslands en um nýjar hugmyndir sé að ræða hér á landi á meðan þróun í ýmsum nágrannaríkjum sé býsna hröð.

Hún sagði enn fremur að hugmyndin að baki „Kára verkefninu“ sem snýr að því skoða fýsileika þess að setja upp vindorkugarð suðaustur af Íslandi hafi náð athygli ráðuneytis hennar.

Þórdís sagði þá áætlun metnaðarfulla en samkvæmt henni yrði orkan úr vindorkugarðinum flutt til Bretlands með orkustreng sem myndi hvorki koma upp á landi hér á landi né tengjast flutningsneti Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert