Innkalla hákarl

Úrvals hákarl.
Úrvals hákarl.

Ó. Johnson & Kaaber hefur stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Úrvals hákarl að höfðu samráði við heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Ástæða innköllunar er sögð sú að framleiðandinn er ekki með starfsleyfi fyrir framleiðslunni og því ekki hægt að tryggja matvælaöryggi.

Viðskiptavinir sem festu kaup á vörunni eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga, en einnig er hægt að skila henni til framleiðanda.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðiseftirlitinu.

Vörunni var dreift í eftirfarandi búðir:

  • Hraðbúðin Hellissandi
  • Hagkaup
  • Kostur
  • BL ehf.
  • Kaupfélag V-Húnvetninga
  • 10-11
  • Extra
  • Plúsmarkaðurinn
  • Krónan 

Upplýsingar um vöruna:

Vöruheiti: Úrvals hákarl

Best fyrir: 13.12.2022 og 1.1.2023

Strikamerki: 5694230087303

Nettómagn: 100 g

Geymsluskilyrði: Kælivara

Ábyrgðaraðili: Ó. Johnson & Kaaber

Framleiðsluland: Ísland

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert