Andrea Sigurðardóttir nýr formaður Hvatar

Andrea er nýr formaður Hvatar.
Andrea er nýr formaður Hvatar.

Andrea Sigurðardóttir er nýr formaður Hvatar, fé­lags sjálf­stæðis­k­venna í Reykja­vík.

Samkvæmt heimildum mbl.is greiddu alls 136 félagskonur atkvæði en Andrea vann með 27 atkvæða mun. Einn seðill í formannskjöri var auður.

Andrea Sig­urðardótt­ir starfaði áður sem blaðamaður á Viðskipta­blaðinu en tók ný­verið við starfi hjá Mar­el sem verk­efna­stjóri á sam­skipta­sviði. Hún er viðskipta­fræðing­ur að mennt og með meist­ara­gráðu í fjár­mál­um fyr­ir­tækja.

Tólf gáfu kost á sér til stjórnar en með Andreu í nýrri stjórn eru:

  • Rakel Lúðvíksdóttir
  • Birta Karen Tryggvadóttir
  • Ágústa Guðmundsdóttir
  • Hlíf Sturludóttir
  • Bryndís Ýr Pétursdóttir
  • Eva Dögg Sigurgeirsdóttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka