Kortleggja eldgosið úr fisflugvél

Byrjað var að mæla rúmmál nýja hraunsins sem rennur í …
Byrjað var að mæla rúmmál nýja hraunsins sem rennur í Meradölum skömmu eftir að eldgos hófst þar á miðvikudag. mbl.is/Árni Sæberg

Byrjað var að mæla rúmmál nýja hraunsins sem rennur í Meradölum skömmu eftir að eldgos hófst þar á miðvikudag. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Fyrsta mælingin var gerð klukkan 17.05 þá um daginn og síðan endurtekin í gær klukkan 11. Teknar eru loftmyndir með Hasselblad-myndavél Náttúrufræðistofnunar úr flugvél Fisfélags Reykjavíkur.

Miklar upplýsingar á stuttum tíma

Joaquin M.C. Belart, fagstjóri fjarkönnunar hjá Landmælingum Íslands, fór í rannsóknarflugið í gær og segir að myndirnar séu teknar úr mikilli hæð og að unnt sé að fá miklar upplýsingar um gosið á tiltölulega stuttum tíma.

„Við fljúgum yfir gosið og tökum myndir. Í fyrsta lagi erum við að vakta gosið, þannig að við reynum að fá eins mikið af upplýsingum og hægt er um hvernig það lítur út og með myndunum getum við gert myndkort,“ segir hann og bætir við að hægt sé að miðla upplýsingum til almennings um greiðar gönguleiðir að gosinu með myndkortunum sem unnin eru af Landmælingum.

„Um frumkvöðlaverkefni er að ræða, en við erum að gera þetta í fyrsta skiptið í þessu gosi með svona fljótvirkum vinnubrögðum, því vanalega tekur þetta lengri tíma. Við fáum upplýsingar um hraunflæði, þykkt og fleira á skömmum tíma. Svo gerum við þrívíddarlíkön úr myndunum,“ segir Joaquin.

Meira í Morgunblaðinu í dag, föstudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert