„Hrinan gæti aukist aftur en líka dáið alveg út“

Grímsey.
Grímsey. mbl.is/Sigurður Bogi

Dregið hefur úr jarðskjálftahrinunni við Grímsey síðastliðinn sólarhring samkvæmt upplýsingum frá Veðustofu Íslands.

„Síðasta sólarhring hafa verið um 700 skjálftar, 250 skjálftar frá miðnætti, en í gær á sama tíma voru þetta um 1000 skjálftar,“ segir Bjarki Kaldalóns Fri­is nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur í samtali við mbl.is.

Bæði er virknin minni og styrkleiki skjálfta veikari en Bjarki bætir við að engir skjálftar yfir 2,2 að stærð hafa mælst í dag.

Bjarki segir að dregið hafi úr virkninni hægt og rólega en að „hrinan gæti aukist aftur en líka dáið alveg út.“

Virknin er með þeim minni sem mælst hefur síðan hrinan hófst 8. september. Heildartalan er þá um tíu þúsund skjálftar á rúmri viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert