Leggur til að útvarpsgjald hækki ekki

Útvarpsgjald hækkar úr 18.800 krónum í 20.200 krónur.
Útvarpsgjald hækkar úr 18.800 krónum í 20.200 krónur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að útvarpsgjald verði ekki hækkað um tvö þúsund krónur, eða í 20.000 krónur. Kemur þetta fram í breytingartillögu hans á fjáraukalögum.

Í þeim er lagt til, í 24. gr. XI kafla, að í stað 18.800 kr. í 14. gr. fjárlaga, komi 20.200 krónur en í breytingartillögu þingmannsins er lagt til að XIV. kafli falli brott.

Útvarpsgjald er lagt á við álagningu opinberra gjalda ár hvert, á einstaklinga á aldrinum 16-70 ára, sem hafa tekjuskattstofn yfir tekjumörkum en gjaldið er í fyrsta skipti lagt á við álagningu, ári eftir að 16 ára aldri er náð.

Undanþegnir greiðslu útvarpsgjalds eru elli- og örorkulífeyrisþegar sem dvelja á dvalar- og hjúkrunarheimilum og þeir sem eru 70 ára og eldri í lok tekjuársins

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert