Lagt til að Lundur verði rifinn

Nái tillaga Klettabjarga fram að ganga verða byggingar við Lund …
Nái tillaga Klettabjarga fram að ganga verða byggingar við Lund rifnar og byggð tvö sex hæða fjölbýlishús með alls 36 íbúðumálóðinni. mbl.is/Margrét Þóra

Félagið Klettabjörg á Akureyri, sem á lóðina við Viðjulund 1, hefur óskað eftir leyfi skipulagsráðs til að vinna breytingartillögur að gildandi deiliskipulagi lóðarinnar. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi fyrir áramót og fól skipulagsfulltrúa að ræða við umsækjanda um framhald málsins.

Breytingartillagan felur í sér að heimilt verði að rífa núverandi íbúðarhús á lóðinni, húsið Lund og byggingar umhverfis það, og byggja þess í stað tvö sex hæða fjölbýlishús og hálfniðurgrafinn bílakjallara.

Lóðin Viðjulundur 1 er samkvæmt gildandi aðalskipulagi skilgreind sem íbúðarhúsasvæði. Stærð lóðarinnar er ríflega 3.500 fermetrar og heildarflatarmál bygginga innan lóðar um 715 fermetrar. Á deiliskipulagi frá árinu 1989 er lóðin skilgreind sem íbúðar- og atvinnulóð og með eldra gatnafyrirkomulagi sem nú hefur orðið breyting á. Árið 2002 var unnin deiliskipulagsbreyting á vesturhluta skipulagssvæðisins.

Klettabjörg leggja til í tillögu sinni til skipulagsráðs að allar byggingar á lóðinni Viðjulundi 1 verði rifnar og tvö stakstæð fjölbýlishús, allt að sex hæðum auk kjallara, verði reist þar í staðinn með 36 íbúðum að hámarki. Í hálfniðurgröfnum bílakjallara verði 36 bílastæði auk þess sem 30 opin bílastæði verði á þaki kjallarans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert