Byggja sautján hæða hótelturn í miðborginni

Útsýnið frá útsýnispalli hótelsins.
Útsýnið frá útsýnispalli hótelsins.

Rauðsvík áformar að hefja uppbyggingu íbúða og sautján hæða hótelturns á horni Skúlagötu og Vitastígs á næstu mánuðum.

Verkefnið fór á ís vegna farsóttarinnar en stefnt var að opnun hótelsins fyrir árslok 2021.

Atli Kristjánsson framkvæmdastjóri Rauðsvíkur segir áformin lítið hafa breyst síðan greint var frá þeim í ársbyrjun 2020. Hótelið verði rekið undir merkjum Radisson RED.

Samkvæmt þeirri hönnun sem hefur verið kynnt er gert ráð fyrir útsýnisverönd á einni af efstu hæðum turnsins. Var hugmyndin að skapa nýjan áfangastað fyrir borgarbúa og ferðamenn.

Hótelturninn verður að óbreyttu síðasta háhýsið við Skúlagötu sem er tíu hæðir eða hærra, en sú uppbygging hófst á 9. áratugnum.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka