Loftlína ákjósanlegasti kosturinn

Suðurnesjalína 2 er loftlína, samkvæmt áætlunum, sem lögð verður að …
Suðurnesjalína 2 er loftlína, samkvæmt áætlunum, sem lögð verður að mestu leyti meðfram núverandi Suðurnesjalínu. Tölvuteikning/Landsnet

Ákjósanlegast er að Suðurnesjalína 2 verði loftlína. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Landsnets um greiningu á tjónnæmi vegna jarðvár.

Skýrslan var unnin af sérfræðingum frá EFLU og Landsneti en einnig voru fengnir í teymið sérfræðingar í áhættumati og hraunrennslisgreiningum frá Verkís. Þá var jafnframt leitað til Veðurstofu Íslands og Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eldfjallafræði og náttúruvá eftir umsögn.

Loftlínan standi betur af sér jarðskjálfta

Í tilkynningu frá Landsneti segir að góðar líkur séu á því að loftlínan muni geta staðið af sér hófleg hraunrennsli og sé muni standa betur af sér jarðskjálfta.

„Jarðskjálftar og jarðhreyfingar eru mun líklegri vá á línuleið á Suðurnesjum en hraunflæði á yfirborði vegna eldsumbrota.  Ljóst er að loftlína mun standa mun betur af sér jarðskjálfta og aðrar jarðhreyfingar.

Góðar líkur eru á því að loftlínan muni geta staðið af sér hóflegt hraunrennsli verði gerðar ráðstafanir varðandi hraunflæðivarnir á völdum stöðum og staðsetning mastra valin með tilliti til staða sem margar gossprungur myndu leiða hraun að, sbr. rennslisleið að Vogavík og Vatnsleysuvík.“

Strandar á Vogum

Sveit­ar­fé­lagið Vog­ar hef­ur ekki viljað veita Lands­neti fram­kvæmda­leyfi fyr­ir loft­línu. Vog­ar vilja jarð­streng en hin sveit­ar­fé­lög­in á Suður­nesj­um hafa þegar veitt Lands­neti fram­kvæmda­leyfi fyr­ir loft­línu.

Í tilkynningu frá Landsneti kemur fram að hjá sveitarfélaginu Vogum liggi nú til afgreiðslu umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert