Duft valið besta íslenska skáldverkið

Bergþóra sendi frá sér skáldsöguna Duft sem bóksölum þykir bóka …
Bergþóra sendi frá sér skáldsöguna Duft sem bóksölum þykir bóka best. mbl.is/Arnþór Birkisson

Hin árlegu bókmenntaverðlaun starfsfólks bókaverslana voru afhent í bókmenntaþættinum Kiljunni á RÚV í kvöld. Verðlaunin voru veitt í 24. sinn.

Íslensk skáldverk

  1. Duft eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur.
  2. Deus eftir Sigríði Hagalín Björnsdóttur.
  3. DJ Bambi eftir Auði Övu Ólafsdóttur.

Íslenskar barna- og ungmennabækur

  1. Hrím eftir Hildi Knútsdóttur.
  2. Orri óstöðvandi: Jólin eru að koma eftir Bjarna Fritzson.
  3. Mömmuskipti eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur.
Hildur Knútsdóttir er höfundur Hrím.
Hildur Knútsdóttir er höfundur Hrím. mbl.is/Hákon Pálsson

Fræðibækur/handbækur/ævisögur

  1. Andlit til sýnis eftir Kristínu Loftsdóttur.
  2. Álfar eftir Hjörleif Hjartarson og Rán Flygenring.
  3. Morðin í Dillonshúsi eftir Sigríði Dúu Goldsworthy.

Ljóðabækur

  1. Meðan glerið sefur / Dulstirni eftir Gyrði Elíasson.
  2. Flagsól eftir Melkorku Ólafsdóttur, myndir eftir Hlíf Unu Bárudóttur.
  3. Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur.
Ljóðabókatvenna Gyrðis Elíassonar þykir best.
Ljóðabókatvenna Gyrðis Elíassonar þykir best. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Þýdd skáldverk

  1. Minningaskrínið eftir Kathryn Hughes sem Ingunn Snædal þýddi.
  2. Heaven eftir Mieko Kawakami sem Jón St. Kristjánsson þýddi.
  3. Paradísarmissir eftir John Milton sem Jón Erlendsson þýddi.

Þýddar barna- og ungmennabækur

  1. Húsið hans afa eftir Meeritxell Martí og Xavier Salomó sem Elín G. Ragnarsdóttir þýddi.
  2. Júlían í brúðkaupinu eftir Jessicu Love sem Ragnhildur Guðmundsdóttir þýddi.
  3. Ofurskrímslið eftir David Walliams sem Guðni Kolbeinsson þýddi.

Besta bókakápan

Snjór í Paradís eftir Ólaf Jóhann Ólafsson sem Ragnar Helgi Ólafsson hannaði.

Kápa Ragnars Helga á smásagnasafniu Snjór í paradís þykir best.
Kápa Ragnars Helga á smásagnasafniu Snjór í paradís þykir best.

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert