Skýtur föstum skotum á orkumálastjóra

Samtök Iðnaðarins Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Samtök Iðnaðarins Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir orkumálastjóra efna til óþarfa átaka um orkumál, í pistli sem birtist á Vísi í dag.

Vitnar hann í nýárspistil orkumálastjóra þar sem hann vekur athygli á hættu á því að heimili og venjuleg fyrirtæki verði undir í samkeppni við stórnotendur raforku. 

SI vísa því alfarið á bug, sem ýjað er að í grein orkumálastjóra, að samtökin leggist gegn vernd fyrir íslensk heimili og fyrirtæki. SI tala fyrir markaðslausnum. Að því sögðu er eðlilegt að skilgreina í lögum hverjir skuli njóta alþjónustu, s.s. heimili og mikilvægir innviðir, og hafa SI hvatt til þess,“ skrifar hann og heldur áfram:

„En áður en til almennrar skömmtunar og handstýringar kemur þarf að mati SI að sýna fram á að aðrir möguleikar séu ekki til staðar. Ráðherra brást skjótt við og hefur nú veitt starfsleyfi til fyrirtækja sem hyggjast reka markað með raforku.“

Vilji að ráðist sé að rót vandans

Samtökin tali fyrir því að ráðist sé að rót vandans og meiri græn orka verði framleidd hér á landi, í þágu atvinnulífs, iðnaðar, heimila og samfélagsins í heild. Þá sakar Sigurður orkumálastjóra um að skipa fyrirtækjum í fylkingar.

„Ummælum orkumálastjóra þess efnis að ekki megi stuðla að sundrung og skipa í fylkingar í orkumálum sem og þeirri ósk að iðnaðurinn blómstri er fagnað. Þetta eru góð skilaboð en þarna kastar embættismaðurinn steini úr glerhúsi. Með ummælum sínum á síðustu árum hefur orkumálastjóri einmitt dregið fyrirtæki í dilka eftir því hvort honum þyki starfsemi þeirra þóknanleg eða ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert