Fylgi Sjálfstæðisflokksins aldrei minna

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins, á blaðamannafundi í október þar sem …
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokkins, á blaðamannafundi í október þar sem hann tilkynnti um afsögn sína sem fjármálaráðherra. Stuttu síðar hafði hann stólaskipti við Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, varaformann flokksins og utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fylgi Sjálfstæðisflokksins heldur áfram að falla. Flokkurinn mælist nú með rétt rúmlega átján prósenta fylgi í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup frá desember 2023. Fylgi flokksins mældist tæp 20% í nóvember en flokkurinn hlaut 24,4% fylgi í Alþingiskosningunum 2021.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi í rúmlega þriggja áratuga sögu Þjóðarpúls Gallup.

Samfylkingin mælist enn stærst með rúmlega 28 prósenta fylgi og bætir lítillega við sig frá fyrri mánuði. Samfylkingin náði ekki 10% fylgi í Alþingiskosningunum 2021.

Miðflokkurinn heldur velli sem þriðji stærsti flokkurinn með tæplega 10% fylgi og bætir lítillega við sig. Flokkurinn hlaut 5,5% fylgi í Alþingiskosningunum 2021.

Mynd/Gallup

Stuðningur við ríkisstjórnina dregst lítið eitt saman milli mánaða, fer úr 33% í 32%.

Úrtakið taldi tæplega 10 þúsund manns og þátttökuhlutfallið var tæp 49%. Rúm 75% þeirra sem þátt tóku í könnuninni tóku afstöðu með því að nefna flokk. Rúm 16% vildu ekki svara og 8,5% skila auðu eða kjósa ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert