Boða til upplýsingafundar um opnun Grindavíkur

Kynnt verður skipulag vegna opnunar Grindavíkur.
Kynnt verður skipulag vegna opnunar Grindavíkur. Ljósmynd/Hörður Kristleifsson

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur boðað til upplýsingafundar á morgun.

Mun deildin þar kynna skipulag vegna opnunar Grindavíkur með takmörkunum. Fram kemur í tilkynningu að Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, muni stýra fundinum.

Tekið er fram að tímasetning verði ákveðin í fyrramálið.

„Eins og kunnugt er þá hefur í nokkurn tíma staðið yfir vinna við að opna Grindavík fyrir íbúa og fyrirtæki, með takmörkunum. Að lifa í þeirri óvissu sem íbúar Grindavíkur hafa gert síðustu daga, vikur og mánuði er eitthvað sem enginn ætti að þurfa að upplifa,“ segir í tilkynningunni.

„Með það að leiðarljósi, að minnka óvissuna eins og hægt er, og að koma Grindvíkingum heim á sem öruggastan hátt til að huga að eignum sínum, athuga með skemmdir og sækja nauðsynjar hafa almannavarnir nú unnið að skipulagi sem kynnt verður á morgun.“

Fundinum verður streymt og hann táknmálstúlkaður og túlkaður á pólsku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert