Eyjólfur Ingi nýr prófessor við HR

Dr. Eyjólfur Ingi Ásgeirsson er nýr prófessor við verkfræðideild HR.
Dr. Eyjólfur Ingi Ásgeirsson er nýr prófessor við verkfræðideild HR. Ljósmynd/Háskólinn í Reykjavík

Dr. Eyjólfur Ingi Ásgeirsson hefur hlotið framgang í stöðu prófessors við verkfræðideild Háskólans í Reykjavík eftir mat alþjóðlegrar hæfisnefndar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum.

Eyjólfur lauk doktorsprófi í aðgerðagreiningu frá Columbia University í Bandaríkjunum árið 2007 og 

Eyjólfur lauk CSc.-prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og einnig B.Sc.-prófi í tölvunarfræði frá sama skóla árið 1999. Hann lauk meistaraprófi í aðgerðagreiningu frá Columbia University í Bandaríkjunum árið 2002 og doktorsprófi í aðgerðagreiningu frá sama skóla árið 2007.

Hann hefur starfað við verkfræðideild HR frá árinu 2007 og tók virkan þátt í að byggja upp námsbrautir, bæði grunnnám og meistaranám, í rekstrarverksfræði og fjármálaverkfræði.

Hann gegndi stöðu forstöðumanns meistaranáms við verkfræðideildina frá 2018-2023 og er nú forstöðumaður grunneiningar yfir rekstrarverkfræði og fjármálaverkfræði.

Eyjólfur hlaut kennsluverðlaun Háskólans í Reykjavík árið 2017.

Rannsóknir hans eru á sviði aðgerðarannsókna með áherslu á bestun, hermun og reiknirit. Hann hefur skoðað ólíkar leiðir í átt að sjálfbæru orkukerfi á Íslandi og greiningu á þjóðhagslegri hagkvæmni rafbílavæðingar, að því er fram kemur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert