„Auðvitað var öllum mjög brugðið“

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis segir öllum þingmönnum sem voru í …
Birgir Ármannsson, forseti Alþingis segir öllum þingmönnum sem voru í salnum hafi verið brugðið. Samsett mynd

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, segir að þingmönnum hafi verið brugðið eftir að maður fór yfir handriði og gerði það hróp og köll að Alþingi.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra var búin með um tvær mínútur af ræðu sinni þar sem hún mælti fyrir nýju frumvarpi um útlendingalög þegar uppnámið varð.

Birgir segir að ekkert hafi verið hægt að gera annað en að gera hlé á þingfundi á meðan komið var ró á þinghúsið. Tvívegis var gert hlé, fyrst í fimm mínútur og svo í tíu mínútur, áður en haldið var áfram.

„Auðvitað var öllum mjög brugðið. Margir þingmenn voru í salnum og þeim var augljóslega brugðið,“ segir Birgir.

Spurður hvort maðurinn hefði hótað að vinna sér mein þá segir Birgir að hann hefði ekki heyrt orðaskil.

„Hann gerði sig í það minnsta líklegan til að stökkva eða láta sig falla niður, en þingverðir eða lögregla náðu að draga hann aftur yfir og fjarlægja hann,“ segir Birgir.

Meta hvort grípa þurfi til ráðstafana

Hann segir ennfremur tilvikið veiti tilefni til þess að fara yfir öryggismál á Alþingi. „Öryggismál þingsins eru í stöðugu mati frá degi til dags og það fólk hjá okkur sem ber ábyrgð á öryggismálum er í þéttu og góðu sambandi við lögregluna. En alltaf þegar atvik eiga sér stað þá er farið yfir það og metið hvort að grípa þurfi til einhverra ráðstafana,“ segir Birgir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert