Lúrði á staurnum og opnaði augun annað slagið

Branduglan tyllti sér á snúrustaur á Blönduósi.
Branduglan tyllti sér á snúrustaur á Blönduósi. Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson

„Hún sat þarna allan tímann sem ég tók myndirnar og hreyfði sig ekki. Virtist vera að taka lúr því að hún var með lokuð augun og kíkti svo á mig annað slagið,“ segir Höskuldur B. Erlingsson, lögregluvarðstjóri á Blönduósi og áhugaljósmyndari, um myndina fallegu sem hann náði af branduglu um helgina.

Hafði uglan þá tyllt sér á snúrustaur í garði nágranna Höskuldar.

Höskuldur var ekki með myndavél á sér er hann sá ugluna fyrst en rölti aftur heim og sótti vélina. „Þegar ég kom til baka sat hún á sama stað og ég rölti í áttina að henni, smellti reglulega af henni myndum allt þar til að ég átti eftir eina 4-5 metra að henni. Þá fór ég ekki nær, enda uglan farin að fylla vel út í rammann.“

Ljósmynd/Höskuldur B. Erlingsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert