Fundur hafinn á Bessastöðum

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru mættir á Bessastaði. Ríkisráðsfundur hófst þar nú upp úr klukkan 19. 

Katrín Jakobsdóttir lætur þar formlega af embætti forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson lætur af embætti utanríkisráðherra. 

Að loknum ríkisráðsfundi hefst nýr fundur þar sem Bjarni tekur við embætti forsætisráðherra. Þá bætist Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir við sem matvælaráðherra en Svandís Svavarsdóttir verður innviðaráðherra.

Guðni Th. Jóhannesson mun ávarpa fjölmiðla á milli funda.

Þá tekur Sigurður Ingi Jóhannsson við fjármálaráðuneytinu, sem hefur verið í höndum sjálfstæðismanna síðastliðin ár.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir færir sig úr fjármálaráðuneytinu yfir í utanríkisráðuneytið. 

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Lilja D. Alfreðsdóttir.
Lilja D. Alfreðsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Guðrún Hafsteinsdóttir.
Guðrún Hafsteinsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon
Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert