Tommi „hafður upp á punt“ á Búllunni

Tómas Tómasson þar sem ævintýrið byrjaði árið 2004, á Búllunni …
Tómas Tómasson þar sem ævintýrið byrjaði árið 2004, á Búllunni við Geirsgötu. mbl.is/Árni Sæberg

Tómas Tómasson veitingamaður fagnar því í dag að 20 ár eru liðin frá því að hann opnaði fyrstu Hamborgarabúlluna við Geirsgötu í Reykjavík. Síðan hafa tvær milljónir hamborgara farið á grillið góða þar og Búllan smám saman orðið eitt af þekktustu vörumerkjum í veitingabransanum á Íslandi.

Í dag eru níu Búllur reknar á Íslandi, tvær í London, ein í Oxford, ein í Kaupmannahöfn og ein í Berlín.

Ostborgarinn kostaði 450 krónur árið 2004 á Búllunni. Nú kostar …
Ostborgarinn kostaði 450 krónur árið 2004 á Búllunni. Nú kostar hann 2.090 krónur. Fyrir rúmum 40 árum kostaði ostborgarinn á Tommaborgurum hins vegar aðeins 25 krónur. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta er óneitanlega mjög ánægjuleg þróun sem hefur átt sér stað,“ segir Tómas þegar hann er spurður um þennan mikla vöxt. Fyrstu árin var hann á kafi í rekstri Búllunnar og grillaði ofan í gestina sjálfur. Þegar fram liðu stundir eftirlét hann syni sínum að standa í brúnni og í dag kveðst hann ekki koma mikið að rekstrinum.

„Við getum orðað það svo að ég er hafður upp á punt,“ segir hann og vísar þannig til þess að fyrir um 15 árum tóku hann og Úlfar Eysteinsson, veitingamaður á Þremur frökkum, upp á því að mótmæla háum stýrivöxtum með því að safna skeggi og hári.

Þá var tekin af honum fræg ljósmynd sem hefur verið áberandi æ síðan.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert