Eldurinn kviknaði út frá rafmagnskapli

Mikill reykur barst frá brunanum en að sögn Halldórs þá …
Mikill reykur barst frá brunanum en að sögn Halldórs þá varð engum meint af. Ljósmynd/Aðsend

Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem var í sinu í búg­arðabyggðinni svokölluðu á milli Sel­foss og Eyr­ar­bakka. Eldurinn kviknaði út frá rafmagnskapli sem lá á milli húsa.

Þetta segir Halldór Ásgeirs­son, aðal­varðstjóri Bruna­varna Árnes­sýslu, í sam­tali við mbl.is.

Brunavörnum barst tilkynning um sinueldinn klukkan 14.40 og upp úr klukkan 17 var búið að slökkva eldinn.

Engum varð meint af reyknum

Á bil­inu 25-30 slökkviliðsmenn tóku þátt í aðgerðinni en sinueldurinn náði yfir þrjá hektara.

„Þetta kviknar út frá rafmagnskapli sem neistar, bara algjört óviljaverk,“ segir Halldór.

Mikill reykur barst frá brunanum en að sögn Halldórs þá varð engum meint af.

„Það lagði hraustlega yfir nokkur hús þarna en það voru engar skemmdir af reyk eða lykt í húsum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert