Flutningsgeta raforku forgangsmál

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði starfshópinn.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði starfshópinn. mbl.is/Arnþór

Stóraukin flutningsgeta á raforku til Þórshafnar og nágrennis er forgangsmál, skv. niðurstöðu starfshóps sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, skipaði til að greina hvernig efla mætti samfélagið á Langanesi.

Að mati hópsins liggur beinast við að þetta verði gert með nýrri og öflugri raflínu frá Öxarfirði til Þórshafnar sem yrði hluti af flutningskerfi Landsnets.

Uppbygging nauðsynleg

Slík uppbygging sé nauðsynleg til að tryggja samkeppnishæfni svæðisins, greiða fyrir orkuskiptum og skapa forsendur fyrir sókn nýrra atvinnuvega.

Þetta kemur fram í minnisblaði sem ráðherrann kynnti á ríkisstjórnarfundi í gær.

Mun fylgja tillögunum eftir

„Ég er mjög ánægður með þessa skýrslu, hún er mjög vel unnin. Tillögur starfshópsins eru skýrar og ég mun fylgja þeim eftir,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Morgunblaðið.

Viðtalið við Guðlaug Þór og frekari umfjöllun um málið má lesa í Morgunblaðinu í gær, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert