Þessi kosningabarátta „allt öðruvísi“

Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi segir baráttuna gjörólíka frá fyrri kosningabaráttum.
Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi segir baráttuna gjörólíka frá fyrri kosningabaráttum. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Ég er nú eiginlega að hefja mína formlegu kosningabaráttu í dag,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsetaframbjóðandi. 

„Þetta er í sjálfu sér bara á algjöru frumstigi þessi barátta. Þannig mér finnst bara ganga vel og mér finnst vera mikill meðbyr en ég held að þetta verði spennandi barátta og við eigum eftir að sjá heilmiklar sviptingar. Ég spái því,“ segir Katrín í samtali við mbl.is.

Byrjuðu á kunnuglegum slóðum

Blaðamaður sló á þráðinn til Katrínar þar sem hún var nýbúin að hefja ferðalag um Vestfirði eftir að hafa gist á Drangsnesi í nótt.

„Við erum á kunnuglegum slóðum þetta eru nú heimaslóðir míns manns. Þannig þess vegna byrjum við þar.“

Aðspurð segir hún baráttuna gjörólíka fyrri kosningabaráttum sem hún hafi tekið þátt í. 

„Hún er bara allt öðruvísi. Hún er náttúrulega ekki langt komin þannig það er kannski erfitt að leggja mat á það núna en maður finnur bara að þetta verður ólíkt,“ segir Katrín. 

„Maður er náttúrulega að hitta mun fjölbreyttari hópa fólks og ég hlakka bara mikið til svona á upphafsdögunum.“

mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert