Ellefu með HIV og einn með alnæmi

Ellefu einstaklingar greindust með HIV á Íslandi í fyrra. Eru það allt að helmingi færri en árin á undan þegar stór hópur fíknefnaneytenda greindist.

Árið 2013 greindist einn, karlmaður um þrítugt, með alnæmi sem er lokastig sjúkdómsins, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Langt er síðan svo ungur íslenskur einstaklingur greindist með alnæmi að sögn smitsjúkdómalæknis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert