Myndagallerí

Framkvæmdir á fljúgandi ferð

Birtingardagur: Fimmtudaginn, 21. ágúst 2014

Endurbætur á gönguleiðum hafa verið í fullum gangi í Neðri-Hveradölum í sumar en í fyrradag var skipt um þrjár göngubrýr þar. Þyrla var notuð til að hífa bitana í brýrnar niður í dalinn en að sögn Páls Gíslasonar, framkvæmdastjóra Fannborgar, hálendismiðstöðvarinnar í Kerlingarfjöllum, var það gert til þess að hlífa viðkvæmu landinu.

Þyrlan hlífði landinu.
Þyrlan hlífði landinu.
Mynd 1 af 8 – Ljósm.: Árni Sæberg
Hveradalirnir eru ægifagrir.
Hveradalirnir eru ægifagrir.
Mynd 2 af 8 – Ljósm.: Árni Sæberg
Verkið gekk vel en aðeins var nokkurra mínútna flug með hvern bita.
Verkið gekk vel en aðeins var nokkurra mínútna flug með hvern bita.
Mynd 3 af 8 – Ljósm.: Árni Sæberg
Starfsmaður kemur böndum á brúarbitana svo hægt sé að hífa þá. Hver þeirra er um hálft tonn að þyngd.
Starfsmaður kemur böndum á brúarbitana svo hægt sé að hífa þá. Hver þeirra er um hálft tonn að þyngd.
Mynd 4 af 8 – Ljósm.: Árni Sæberg
Verkið gekk vel en aðeins var nokkurra mínútna flug með hvern bita.
Verkið gekk vel en aðeins var nokkurra mínútna flug með hvern bita.
Mynd 5 af 8 – Ljósm.: Árni Sæberg
Þyrlan lætur einn bitanna síga niður til jarðar. Tveir slíkir bitar fóru í hverja brú.
Þyrlan lætur einn bitanna síga niður til jarðar. Tveir slíkir bitar fóru í hverja brú.
Mynd 6 af 8 – Ljósm.: Árni Sæberg
Starfsmenn ráða ráðum sínum fyrir verkið. Betra er að fara að öllu með gát í viðkvæmri náttúru.
Starfsmenn ráða ráðum sínum fyrir verkið. Betra er að fara að öllu með gát í viðkvæmri náttúru.
Mynd 7 af 8 – Ljósm.: Árni Sæberg
Tvær brúnna komnar á sinn stað. Í forgrunni séest ein af gömlu brúnum sem var farin að láta á sjá.
Tvær brúnna komnar á sinn stað. Í forgrunni séest ein af gömlu brúnum sem var farin að láta á sjá.
Mynd 8 af 8 – Ljósm.: Árni Sæberg