Myndagallerí

Sólþyrstir í Nauthólsvík

Birtingardagur: Föstudaginn, 31. júlí 2015

Á sólríkum sumardögum er engin lognmolla yfir Nauthólsvíkinni og síðan ylströndin þar var opnuð árið 2000 hafa vinsældir hennar farið sívaxandi. Áætlað er að 530.000 gestir njóti sólargeislanna þar ár hvert.

Feluleikur Þessi hnáta spratt upp undan stórum steini
þegar ljósmyndarinn mundaði linsuna.
Feluleikur Þessi hnáta spratt upp undan stórum steini þegar ljósmyndarinn mundaði linsuna.
Mynd 1 af 8 – Ljósm.: Árni Sæberg
Buslað í Nauthólsvíkinni Margir kusu að leggja leið sína í Nauthólsvíkina í góða veðrinu sem gladdi höfuðborgarbúa í gær enda minnir fátt meira á erlenda sólarströnd en gylltur sandur.
Buslað í Nauthólsvíkinni Margir kusu að leggja leið sína í Nauthólsvíkina í góða veðrinu sem gladdi höfuðborgarbúa í gær enda minnir fátt meira á erlenda sólarströnd en gylltur sandur.
Mynd 2 af 8 – Ljósm.: Árni Sæberg
Ungviðið brá á leik í pollinum við Nauthólsvík. Ekki leiðinlegt hjá þessum piltum.
Ungviðið brá á leik í pollinum við Nauthólsvík. Ekki leiðinlegt hjá þessum piltum.
Mynd 3 af 8 – Ljósm.: Golli
Hláturskast Það er lítið sem þarf til að gleðja á sólríkum dögum. Þessar
stúlkur höfðu nýlokið við sundsprett og hlýjuðu sér í sandinum.
Hláturskast Það er lítið sem þarf til að gleðja á sólríkum dögum. Þessar stúlkur höfðu nýlokið við sundsprett og hlýjuðu sér í sandinum.
Mynd 4 af 8 – Ljósm.: Árni Sæberg
 Lína Dóra er siglingakennari og kennir
handtökin á siglinganámskeiðinu í Siglunesi.
Lína Dóra er siglingakennari og kennir handtökin á siglinganámskeiðinu í Siglunesi.
Mynd 5 af 8 – Ljósm.: Árni Sæberg
Hluti þessarar kátu fjölskyldu kepptist við að byggja sem hæstan turn úr sandi í Nauthólsvíkinni
á meðan móðirin grillaði pulsur ofan í svanga byggingarmeistarana.
Hluti þessarar kátu fjölskyldu kepptist við að byggja sem hæstan turn úr sandi í Nauthólsvíkinni á meðan móðirin grillaði pulsur ofan í svanga byggingarmeistarana.
Mynd 6 af 8 – Ljósm.: Árni Sæberg
 Drengirnir tveir léku sér í strandfótbolta en róðurinn þyngdist
þegar stúlkan tók sér stöðu milli stanganna og sýndi mikla hæfileika.
Drengirnir tveir léku sér í strandfótbolta en róðurinn þyngdist þegar stúlkan tók sér stöðu milli stanganna og sýndi mikla hæfileika.
Mynd 7 af 8 – Ljósm.: Árni Sæberg
Þessi barnahópur úr Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ gerði sér glaðan dag og grillaði pulsur í
Nauthólsvík. Sáttar með daginn sögðust kennararnir hiklaust koma aftur með barnahópinn
Þessi barnahópur úr Barnaskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ gerði sér glaðan dag og grillaði pulsur í Nauthólsvík. Sáttar með daginn sögðust kennararnir hiklaust koma aftur með barnahópinn
Mynd 8 af 8 – Ljósm.: Árni Sæberg