Myndagallerí

Erlendar fréttamyndir ársins

Birtingardagur: Mánudaginn, 12. desember 2016
Þessi mynd, af hinum fjögurra ára Omran, ýtti undir samúðarbylgju með fórnarlömbum stríðsins í Sýrlandi í ágúst. Myndin er tekin í sjúkrabíl í austurhluta Aleppo. Omran litla hafði verið bjargað úr húsarústum í kjölfar enn einnar loftárásarinnar.
Þessi mynd, af hinum fjögurra ára Omran, ýtti undir samúðarbylgju með fórnarlömbum stríðsins í Sýrlandi í ágúst. Myndin er tekin í sjúkrabíl í austurhluta Aleppo. Omran litla hafði verið bjargað úr húsarústum í kjölfar enn einnar loftárásarinnar.
Mynd 1 af 70 – Ljósm.: HO
Maður stendur við lík barns á strönd í Grikklandi. Bátur með flóttafólki hafði sokkið og líkunum skolaði hvert á fætur öðru á land. Fólkið var á flótta, m.a. frá Sýrlandi, Afganistan og Búrma.
Maður stendur við lík barns á strönd í Grikklandi. Bátur með flóttafólki hafði sokkið og líkunum skolaði hvert á fætur öðru á land. Fólkið var á flótta, m.a. frá Sýrlandi, Afganistan og Búrma.
Mynd 2 af 70 – Ljósm.: AFP
Fólk fylgist með villtum fíl ganga um götur Siliguri á Indlandi í Febrúar. Fíllinn hafði villst inn í borgina. Hann var skotinn með deyfilyfi og fluttur í skóglendi í nágrenni borgarinnar.
Fólk fylgist með villtum fíl ganga um götur Siliguri á Indlandi í Febrúar. Fíllinn hafði villst inn í borgina. Hann var skotinn með deyfilyfi og fluttur í skóglendi í nágrenni borgarinnar.
Mynd 3 af 70 – Ljósm.: AFP
Lögreglumenn standa við tjöld flóttamanna í Frumskóginum, flóttamannabúðum í Frakklandi. Þúsundir manna, sem vildu helst komast til Bretlands, héldu til í búðunum þar til í haust er þær voru rýmdar.
Lögreglumenn standa við tjöld flóttamanna í Frumskóginum, flóttamannabúðum í Frakklandi. Þúsundir manna, sem vildu helst komast til Bretlands, héldu til í búðunum þar til í haust er þær voru rýmdar.
Mynd 4 af 70 – Ljósm.: AFP
Brotnir bátar og óteljandi björgunarvesti flóttafólks á strönd í Grikklandi. Þúsundir hafa flúið yfir Miðjarðarhafið í ár á flótta undan stríði og slæmum lífskjörum. En löndum flestra Evrópulanda var lokað. Hörð lífsbarátta hélt því áfram hjá flestum.
Brotnir bátar og óteljandi björgunarvesti flóttafólks á strönd í Grikklandi. Þúsundir hafa flúið yfir Miðjarðarhafið í ár á flótta undan stríði og slæmum lífskjörum. En löndum flestra Evrópulanda var lokað. Hörð lífsbarátta hélt því áfram hjá flestum.
Mynd 5 af 70 – Ljósm.: AFP
Íraskar fjölskyldur á flótta saman komnar í eyðimörkinni vestur af borginni Samarra. Íraski herinn sótti fram gegn vígamönnum Ríkis íslams á svæðinu og fólkið hafði ekkert annað val en að flýja undan átökunum.
Íraskar fjölskyldur á flótta saman komnar í eyðimörkinni vestur af borginni Samarra. Íraski herinn sótti fram gegn vígamönnum Ríkis íslams á svæðinu og fólkið hafði ekkert annað val en að flýja undan átökunum.
Mynd 6 af 70 – Ljósm.: AFP
Hópur flottamanna mótmælir bak við vírgirðingu á landamærum Grikklands og Makedóníu í mars. Landamæraeftirlit margra Evrópulanda var hert til muna í ár. Flóttafólkið varð því innlyksa og fáir kostir fyrir þá í stöðunni.
Hópur flottamanna mótmælir bak við vírgirðingu á landamærum Grikklands og Makedóníu í mars. Landamæraeftirlit margra Evrópulanda var hert til muna í ár. Flóttafólkið varð því innlyksa og fáir kostir fyrir þá í stöðunni.
Mynd 7 af 70 – Ljósm.: AFP
Drengur stendur í þokunni inn á milli tjalda flóttamanna við landamæri Grikklands og Makedóníu. Þúsundir flóttamanna urðu innlyksa í bænum Idomeni á Grikklandi eftir að landamærunum var lokað.
Drengur stendur í þokunni inn á milli tjalda flóttamanna við landamæri Grikklands og Makedóníu. Þúsundir flóttamanna urðu innlyksa í bænum Idomeni á Grikklandi eftir að landamærunum var lokað.
Mynd 8 af 70 – Ljósm.: AFP
Björgunarmenn í Sýrlandi reyna að draga særðan mann undan braki húss sem sprengt var í loft upp í loftárás í Salhin-hverfinu í austurhluta Aleppo.
Björgunarmenn í Sýrlandi reyna að draga særðan mann undan braki húss sem sprengt var í loft upp í loftárás í Salhin-hverfinu í austurhluta Aleppo.
Mynd 9 af 70 – Ljósm.: AFP
Flóttamenn reyna að komast yfir á á leið sinni yfir landamærin frá Grikklandi til Makedóníu. Þúsundir þeirra urðu innlyksa í landamærabænum Idomeni í mars er landamærunum að Balkanríkjunum var lokað.
Flóttamenn reyna að komast yfir á á leið sinni yfir landamærin frá Grikklandi til Makedóníu. Þúsundir þeirra urðu innlyksa í landamærabænum Idomeni í mars er landamærunum að Balkanríkjunum var lokað.
Mynd 10 af 70 – Ljósm.: AFP
Brimbrettakappi skoðar norðurljósin á himni yfir Lofoten í Noregi í mars. Norðurljósin voru sérstaklega björt og falleg síðasta vetur.
Brimbrettakappi skoðar norðurljósin á himni yfir Lofoten í Noregi í mars. Norðurljósin voru sérstaklega björt og falleg síðasta vetur.
Mynd 11 af 70 – Ljósm.: AFP
Öryggisvörður aðstoðar særða konu á Maelbeek-lestarstöðinni í Brussel þann 22. mars er hryðjuverkaárás var gerð á nokkrum stöðum í borginni. 31 lést, m.a. á flugvellinum.
Öryggisvörður aðstoðar særða konu á Maelbeek-lestarstöðinni í Brussel þann 22. mars er hryðjuverkaárás var gerð á nokkrum stöðum í borginni. 31 lést, m.a. á flugvellinum.
Mynd 12 af 70 – Ljósm.: AFP
Eftir að hafa kveikt í sér í örvæntingu hljóp hann um flóttamannabúðirnar í Idomeni á Grikklandi. Þúsundir flóttamanna urðu innlyksa í bænum eftir að landamærunum að Balkan-ríkjunum var lokað í byrjun árs.
Eftir að hafa kveikt í sér í örvæntingu hljóp hann um flóttamannabúðirnar í Idomeni á Grikklandi. Þúsundir flóttamanna urðu innlyksa í bænum eftir að landamærunum að Balkan-ríkjunum var lokað í byrjun árs.
Mynd 13 af 70 – Ljósm.: AFP
Maður vefur sig inn í belgíska fánann og heldur á kerti við minningarathöfn um þá sem fórstu í hryðjuverkunum í Brussel í mars.
Maður vefur sig inn í belgíska fánann og heldur á kerti við minningarathöfn um þá sem fórstu í hryðjuverkunum í Brussel í mars.
Mynd 14 af 70 – Ljósm.: AFP
Glæsileg flugeldasýning í Mexíkó í apríl.
Glæsileg flugeldasýning í Mexíkó í apríl.
Mynd 15 af 70 – Ljósm.: AFP
Hann var óhuggandi, litli sýrlenski drengurinn, sem grét við lík ættingja sinna sem fórust í loftárás í austurhluta Aleppo í apríl.
Hann var óhuggandi, litli sýrlenski drengurinn, sem grét við lík ættingja sinna sem fórust í loftárás í austurhluta Aleppo í apríl.
Mynd 16 af 70 – Ljósm.: AFP
Íbúar í Aleppo ganga innan um rústir húsa eftir enn eina loftárásina. Uppreisnarmenn réðu ríkjum í austurhluta Aleppo. Stjórnarherinn, með fulltingi Rússa og fleiri ríkja, hóf áhlaup á borgina í haust og hefur smám saman náð yfirráðum að nýju. Það hefur kostað hundruð mannslífa.
Íbúar í Aleppo ganga innan um rústir húsa eftir enn eina loftárásina. Uppreisnarmenn réðu ríkjum í austurhluta Aleppo. Stjórnarherinn, með fulltingi Rússa og fleiri ríkja, hóf áhlaup á borgina í haust og hefur smám saman náð yfirráðum að nýju. Það hefur kostað hundruð mannslífa.
Mynd 17 af 70 – Ljósm.: AFP
Tonn af fílabeini og nashyrningshornum brennd á báli í Kenía. Veiðiþjófnaður og smygl er gríðarlegt vandamál víðsvegar í Afríku. Lönd á borð við Kenía og Úganda hafa barist hart gegn veiðum á villtum dýrum í fleiri ár. Keníamenn vilja að verslun með afurðir fíla, nashyrninga og fleiri dýra verði bönnum með öllu á alþjóðavísu. Þeir óttast að villtir fílar deyi út með þessu áframhaldi.
Tonn af fílabeini og nashyrningshornum brennd á báli í Kenía. Veiðiþjófnaður og smygl er gríðarlegt vandamál víðsvegar í Afríku. Lönd á borð við Kenía og Úganda hafa barist hart gegn veiðum á villtum dýrum í fleiri ár. Keníamenn vilja að verslun með afurðir fíla, nashyrninga og fleiri dýra verði bönnum með öllu á alþjóðavísu. Þeir óttast að villtir fílar deyi út með þessu áframhaldi.
Mynd 18 af 70 – Ljósm.: AFP
Skýstrókur á ferð í Oklahoma í maí. Krafturinn í slíkum veðurfyrirbrigðum er gríðarlegur og getur lagt heilu bæina í rúst.
Skýstrókur á ferð í Oklahoma í maí. Krafturinn í slíkum veðurfyrirbrigðum er gríðarlegur og getur lagt heilu bæina í rúst.
Mynd 19 af 70 – Ljósm.: AFP
Maður heldur á logandi kyndli og blómum er hann stendur frammi fyrir óeirðarlögreglunni í Lyon í Frakklandi. Verið var að mótmæla breytingum á vinnulöggjöfinni í landinu. Þær áttu m.a. að auðvelda fyrirtækjum að ráða og reka fólk.
Maður heldur á logandi kyndli og blómum er hann stendur frammi fyrir óeirðarlögreglunni í Lyon í Frakklandi. Verið var að mótmæla breytingum á vinnulöggjöfinni í landinu. Þær áttu m.a. að auðvelda fyrirtækjum að ráða og reka fólk.
Mynd 20 af 70 – Ljósm.: AFP
Áhangendum enska landsliðsins í fótbolta lenti saman við lögregluna í Marseille í suðurhluta Frakklands er Evrópumótið í knattspyrnu fór þar fram í júní. Læti brutust út fyrir leik Englendinga og Rússa.
Áhangendum enska landsliðsins í fótbolta lenti saman við lögregluna í Marseille í suðurhluta Frakklands er Evrópumótið í knattspyrnu fór þar fram í júní. Læti brutust út fyrir leik Englendinga og Rússa.
Mynd 21 af 70 – Ljósm.: AFP
Kötturinn Chiquinho er tólf ára og fer allra sinna ferð á mótorhjóli með eigandanum um borgina Rio de Janeiro í Brasilíu.
Kötturinn Chiquinho er tólf ára og fer allra sinna ferð á mótorhjóli með eigandanum um borgina Rio de Janeiro í Brasilíu.
Mynd 22 af 70 – Ljósm.: AFP
Konur halda þett utan um hvor aðra fyrir utan Ataturk-flugvöllinn í Istanbúl er árás var gerð þar í lok júní.
Konur halda þett utan um hvor aðra fyrir utan Ataturk-flugvöllinn í Istanbúl er árás var gerð þar í lok júní.
Mynd 23 af 70 – Ljósm.: AFP
Svartir í Bandaríkjunum héldu baráttu sinni fyrir auknum mannréttindum áfram í ár. Mörg dæmi voru um það í ár að óvopnaðir svartir menn væru skotnir af lögreglunni.
Svartir í Bandaríkjunum héldu baráttu sinni fyrir auknum mannréttindum áfram í ár. Mörg dæmi voru um það í ár að óvopnaðir svartir menn væru skotnir af lögreglunni.
Mynd 24 af 70 – Ljósm.: AFP
Áhorfendur fylgjast með leik Frakka og Portúgala á risaskjá í við Eiffel-turninn. Evrópumótið í knattspyrnu fór fram í landinu í sumar.
Áhorfendur fylgjast með leik Frakka og Portúgala á risaskjá í við Eiffel-turninn. Evrópumótið í knattspyrnu fór fram í landinu í sumar.
Mynd 25 af 70 – Ljósm.: AFP
Flugvélin Solar Impulse 2, sem fór fyrir sólarorkunni einni saman umhverfis heiminn, sést hér á flugi yfir pýramídunum í Giza í Egyptalandi.
Flugvélin Solar Impulse 2, sem fór fyrir sólarorkunni einni saman umhverfis heiminn, sést hér á flugi yfir pýramídunum í Giza í Egyptalandi.
Mynd 26 af 70 – Ljósm.: JEAN REVILLARD
Lík meints fíkniefnasala liggur á götu úti í Manila á Filippseyjum. Stríð stjórnvalda gegn fíkniefnum hefur valdið dauða þúsunda.
Lík meints fíkniefnasala liggur á götu úti í Manila á Filippseyjum. Stríð stjórnvalda gegn fíkniefnum hefur valdið dauða þúsunda.
Mynd 27 af 70 – Ljósm.: AFP
Kona fylgist með útför eins þeirra sem lét lífið er valdarán var reynt í Tyrklandi í júlí. Hluti hersins gerði tilraun til að ræna völdum en áhlaupið var brotið á bak aftur.
Kona fylgist með útför eins þeirra sem lét lífið er valdarán var reynt í Tyrklandi í júlí. Hluti hersins gerði tilraun til að ræna völdum en áhlaupið var brotið á bak aftur.
Mynd 28 af 70 – Ljósm.: AFP
Fólk safnast saman við götuna Promenade des Anglais í Nice þar sem maður ók flutningabíl inn í mannfjöldann á þjóðhátíðardegi Frakka, 14. júlí. 84 létust.
Fólk safnast saman við götuna Promenade des Anglais í Nice þar sem maður ók flutningabíl inn í mannfjöldann á þjóðhátíðardegi Frakka, 14. júlí. 84 létust.
Mynd 29 af 70 – Ljósm.: AFP
Stuðningsmenn Erdogans, forseta Tyrklands, halda fánum á lofti á Taksim-torgi eftir að valdaránstilraun í landinu var brotin á bak aftur í júlí. Þúsundir stuðningsmanna Erdogans fóru út á götur, fyrir hvatningu forsetans, og mótmæltu valdaránstilrauninni.
Stuðningsmenn Erdogans, forseta Tyrklands, halda fánum á lofti á Taksim-torgi eftir að valdaránstilraun í landinu var brotin á bak aftur í júlí. Þúsundir stuðningsmanna Erdogans fóru út á götur, fyrir hvatningu forsetans, og mótmæltu valdaránstilrauninni.
Mynd 30 af 70 – Ljósm.: AFP
Indónesískur drengur leitar blessunar við virkt eldfjall, Brumo-fjall, í landinu.
Indónesískur drengur leitar blessunar við virkt eldfjall, Brumo-fjall, í landinu.
Mynd 31 af 70 – Ljósm.: AFP
Sýrlendingur leitar pókemona í rústum húsa í bænum Douma, austur af höfuðborginni Damaskus. Pókemon-æði greip heimsbyggðina í ár.
Sýrlendingur leitar pókemona í rústum húsa í bænum Douma, austur af höfuðborginni Damaskus. Pókemon-æði greip heimsbyggðina í ár.
Mynd 32 af 70 – Ljósm.: AFP
Barack Obama Bandaríkjaforseti faðmar Hilary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, á landsþingi flokksins í júlí.
Barack Obama Bandaríkjaforseti faðmar Hilary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, á landsþingi flokksins í júlí.
Mynd 33 af 70 – Ljósm.: AFP
Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps smellir kossi á son sinn, Boomer, á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar.
Bandaríski sundmaðurinn Michael Phelps smellir kossi á son sinn, Boomer, á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar.
Mynd 34 af 70 – Ljósm.: AFP
Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíka kemur fyrstur í mark í undanúrslitum 200 metra hlaups á Ólympíuleikunum í Ríó.
Spretthlauparinn Usain Bolt frá Jamaíka kemur fyrstur í mark í undanúrslitum 200 metra hlaups á Ólympíuleikunum í Ríó.
Mynd 35 af 70 – Ljósm.: AFP
Aðdáendur taka myndir af sér með Usain Bolt á Ólympíuleikunum í Ríó.
Aðdáendur taka myndir af sér með Usain Bolt á Ólympíuleikunum í Ríó.
Mynd 36 af 70 – Ljósm.: AFP
Duane Ehmer á hesti sínum í Malheur-friðlandinu í Oregon í janúar. Á þeim tíma var friðlandið hernumið af hópi fólks sem krafðist þess að landinu yrði skilað aftur til borgaranna. Þeir voru handteknir í byrjun árs og sakaðir m.a. um vopnalagabrot. Þeir voru allir sýknaðir í október.
Duane Ehmer á hesti sínum í Malheur-friðlandinu í Oregon í janúar. Á þeim tíma var friðlandið hernumið af hópi fólks sem krafðist þess að landinu yrði skilað aftur til borgaranna. Þeir voru handteknir í byrjun árs og sakaðir m.a. um vopnalagabrot. Þeir voru allir sýknaðir í október.
Mynd 37 af 70 – Ljósm.: AFP
Sýrlendingur heldur á barni í gegnum brak húsa í borginni Aleppo í september. Orrustur hafa verið tíðar í borginni síðustu mánuði og fleiri loftárásir verið gerðar daglega. Á meðan hafa íbúar verið innlyksa. Þúsundir hafa látist.
Sýrlendingur heldur á barni í gegnum brak húsa í borginni Aleppo í september. Orrustur hafa verið tíðar í borginni síðustu mánuði og fleiri loftárásir verið gerðar daglega. Á meðan hafa íbúar verið innlyksa. Þúsundir hafa látist.
Mynd 38 af 70 – Ljósm.: AFP
Bretinn Alistair Brownlee hjálpar bróður sínum Jonathan á endasprettinum í þríþrautarkeppni í Mexíkó. Alistair hefði getað unnið en þegar hann sá bróður sinn vera við það að örmagnast ákvað hann frekar að styðja hann yfir marklínuna.
Bretinn Alistair Brownlee hjálpar bróður sínum Jonathan á endasprettinum í þríþrautarkeppni í Mexíkó. Alistair hefði getað unnið en þegar hann sá bróður sinn vera við það að örmagnast ákvað hann frekar að styðja hann yfir marklínuna.
Mynd 39 af 70 – Ljósm.: AFP
Leyniskyttur skjóta á vígamenn Ríkis íslams í Sirte í Líbíu í september. Mánuðum saman hefur víða um heim verið reynt að fella samtökin sem bera ábyrgð á hryðjuverkum og miklu mannfalli víða um heim.
Leyniskyttur skjóta á vígamenn Ríkis íslams í Sirte í Líbíu í september. Mánuðum saman hefur víða um heim verið reynt að fella samtökin sem bera ábyrgð á hryðjuverkum og miklu mannfalli víða um heim.
Mynd 40 af 70 – Ljósm.: AFP
Mótmælandi starir í augu óeirðarlögreglumanns í bænum Charlotte í Norður-Karólínu. Í september skaut lögreglan svartan mann til bana í borginni. Hörð mótmæli brutust út og stóðu þau dögum saman.
Mótmælandi starir í augu óeirðarlögreglumanns í bænum Charlotte í Norður-Karólínu. Í september skaut lögreglan svartan mann til bana í borginni. Hörð mótmæli brutust út og stóðu þau dögum saman.
Mynd 41 af 70 – Ljósm.: AFP
Sýrlensk móðir heldur á líki barns síns. Sonur hennar hafði fundist látinn undir braki húss sem sprengt var í loft upp í borginni Aleppo.
Sýrlensk móðir heldur á líki barns síns. Sonur hennar hafði fundist látinn undir braki húss sem sprengt var í loft upp í borginni Aleppo.
Mynd 42 af 70 – Ljósm.: AFP
Hópur fólks myndar kastala í Tarragona á Spáni. Hefð er fyrir því að fólk myndi kastala við hátíðarhöld í Katalóníu. Oft er reynt að setja met í fjölda þeirra sem taka þátt.
Hópur fólks myndar kastala í Tarragona á Spáni. Hefð er fyrir því að fólk myndi kastala við hátíðarhöld í Katalóníu. Oft er reynt að setja met í fjölda þeirra sem taka þátt.
Mynd 43 af 70 – Ljósm.: AFP
Nemandi við háskóla í Jóhannesarborg í Suður-Afríku afhentir öeirðarlögreglumanni blóm í fjöldamótmælum í borginni í október. Lögreglan skaut gúmmíkúlum á nemendurna sem voru að mótmæla hækkun skólagjalda í landinu.
Nemandi við háskóla í Jóhannesarborg í Suður-Afríku afhentir öeirðarlögreglumanni blóm í fjöldamótmælum í borginni í október. Lögreglan skaut gúmmíkúlum á nemendurna sem voru að mótmæla hækkun skólagjalda í landinu.
Mynd 44 af 70 – Ljósm.: AFP
Flóttamaður dregur barn upp úr Miðjarðarhafinu undan ströndum Líbíu. Þúsundum flóttamanna hefur verið bjargað úr sökkvandi bátum á hafinu í ár.
Flóttamaður dregur barn upp úr Miðjarðarhafinu undan ströndum Líbíu. Þúsundum flóttamanna hefur verið bjargað úr sökkvandi bátum á hafinu í ár.
Mynd 45 af 70 – Ljósm.: AFP
Flóttamenn á sundi veifa höndum til að ná athygli björgunarliðs á Miðjarðarhafi. Sjálfboðasamtök taka mörg hver þátt í björgunarstarfi á hafinu og þúsundum hefur verið bjargað frá drukknun í ár.
Flóttamenn á sundi veifa höndum til að ná athygli björgunarliðs á Miðjarðarhafi. Sjálfboðasamtök taka mörg hver þátt í björgunarstarfi á hafinu og þúsundum hefur verið bjargað frá drukknun í ár.
Mynd 46 af 70 – Ljósm.: AFP
Flóttamenn klofa yfir lík í gúmmíbáti við strendur Líbíu. Hundruð hafa drukknað í Miðjarðarhafinu á flótta sínum í ár.
Flóttamenn klofa yfir lík í gúmmíbáti við strendur Líbíu. Hundruð hafa drukknað í Miðjarðarhafinu á flótta sínum í ár.
Mynd 47 af 70 – Ljósm.: AFP
Hilary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, var í sviðsljósinu í ár. Hún tapaði í forsetakosningunum og tók ósigurinn mjög nærri sér.
Hilary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, var í sviðsljósinu í ár. Hún tapaði í forsetakosningunum og tók ósigurinn mjög nærri sér.
Mynd 48 af 70 – Ljósm.: AFP
Fellibylurinn Matthew olli skelfingu og eyðileggingu á Haítí í október. Yfir 400 manns létust. Uppbyggingin mun taka fleiri ár.
Fellibylurinn Matthew olli skelfingu og eyðileggingu á Haítí í október. Yfir 400 manns létust. Uppbyggingin mun taka fleiri ár.
Mynd 49 af 70 – Ljósm.: AFP
Donald Trump var forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Hann er umdeildur, m.a. fyrir niðrandi ummæli sín um konur. Á einum kosningafundinum kyssti hann spjald sem á stóð: Konur kjósa Trump.
Donald Trump var forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Hann er umdeildur, m.a. fyrir niðrandi ummæli sín um konur. Á einum kosningafundinum kyssti hann spjald sem á stóð: Konur kjósa Trump.
Mynd 50 af 70 – Ljósm.: AFP
Hryllilegt borgarastríð hefur geisað í Suður-Súdan í fleiri mánuði. Átök hafa reglulega brotist út í ár og þúsundir hafa flúið til nágrannalandanna, aðallega Úganda.
Hryllilegt borgarastríð hefur geisað í Suður-Súdan í fleiri mánuði. Átök hafa reglulega brotist út í ár og þúsundir hafa flúið til nágrannalandanna, aðallega Úganda.
Mynd 51 af 70 – Ljósm.: AFP
Flugskeyti skotið á loft í eyðimörkinni í Írak. Þar berst stjórnarherinn við vígamenn Ríkis íslams.
Flugskeyti skotið á loft í eyðimörkinni í Írak. Þar berst stjórnarherinn við vígamenn Ríkis íslams.
Mynd 52 af 70 – Ljósm.: AFP
Íraskir hermenn fara á jeppa um eyðimörkina skammt frá ánni Tígris. Þeir hafa sótt fram í haust og tekið yfir borgir og bæi sem um hríð hafa verið undir yfirráðum vígamanna Ríkis íslams. Harðast hefur verið barist við borgina Mosúl.
Íraskir hermenn fara á jeppa um eyðimörkina skammt frá ánni Tígris. Þeir hafa sótt fram í haust og tekið yfir borgir og bæi sem um hríð hafa verið undir yfirráðum vígamanna Ríkis íslams. Harðast hefur verið barist við borgina Mosúl.
Mynd 53 af 70 – Ljósm.: AFP
Fólk sem flúði frá Mosúl í Írak eftir að stjórnarherinn gerði áhlaup á borgina hitti ættingja á ný í flóttamannabúðum. Ættingjarnir höfðu náð að flýja fyrir tveimur árum, rétt áður en vígamenn Ríkis íslams tóku borgina yfir og héldu fólki þar í herkví.
Fólk sem flúði frá Mosúl í Írak eftir að stjórnarherinn gerði áhlaup á borgina hitti ættingja á ný í flóttamannabúðum. Ættingjarnir höfðu náð að flýja fyrir tveimur árum, rétt áður en vígamenn Ríkis íslams tóku borgina yfir og héldu fólki þar í herkví.
Mynd 54 af 70 – Ljósm.: AFP
Flóttafólk safnast saman fyrir utan Frumskóginn, flóttamannabúðir sem mynduðust í Frakklandi fyrir nokkrum árum. Búðunum var lokað í haust og eldar voru kveiktir.
Flóttafólk safnast saman fyrir utan Frumskóginn, flóttamannabúðir sem mynduðust í Frakklandi fyrir nokkrum árum. Búðunum var lokað í haust og eldar voru kveiktir.
Mynd 55 af 70 – Ljósm.: AFP
Íraskar fjölskyldur á flótta undan átökum í Mosúl.
Íraskar fjölskyldur á flótta undan átökum í Mosúl.
Mynd 56 af 70 – Ljósm.: AFP
Flóttamenn vafðir inn í teppi um borð í björgunarskipi á Miðjarðarhafi.
Flóttamenn vafðir inn í teppi um borð í björgunarskipi á Miðjarðarhafi.
Mynd 57 af 70 – Ljósm.: AFP
Donald Trump fagnar með stuðningsmönnum sínum á hóteli í New York að kvöldi kosningadags, 8. nóvember.
Donald Trump fagnar með stuðningsmönnum sínum á hóteli í New York að kvöldi kosningadags, 8. nóvember.
Mynd 58 af 70 – Ljósm.: AFP
Stuðningsmaður Hilary Clinton horfir vantrúaður á sjónvarpsskjá á kosningavöku í Washington.
Stuðningsmaður Hilary Clinton horfir vantrúaður á sjónvarpsskjá á kosningavöku í Washington.
Mynd 59 af 70 – Ljósm.: AFP
Hilary Clinton ásamt eiginmanni sínum Bill. Clinton var að halda ræðu eftir að hafa játað sig sigraða í kosningabaráttunni, daginn eftir að ljóst varð að Donald Trump hefði unnið.
Hilary Clinton ásamt eiginmanni sínum Bill. Clinton var að halda ræðu eftir að hafa játað sig sigraða í kosningabaráttunni, daginn eftir að ljóst varð að Donald Trump hefði unnið.
Mynd 60 af 70 – Ljósm.: AFP
Írösk kona á flótta heldur á kettinum sínum. Lulu, austur af borginni Mosúl. Hún hafði flúið ásamt börnunum sínum er áhlaup stjórnahersins á borgina hófst. Leiðin lá í flóttamannabúðir.
Írösk kona á flótta heldur á kettinum sínum. Lulu, austur af borginni Mosúl. Hún hafði flúið ásamt börnunum sínum er áhlaup stjórnahersins á borgina hófst. Leiðin lá í flóttamannabúðir.
Mynd 61 af 70 – Ljósm.: AFP
Fólk skýlir sér fyrir flugveldum sem kveiktir voru í loftbelg yfir höfðum þeirra. Flugeldarnir voru kveiktir of snemma og neistaflugið náði til jarðar. Tilefni sýningarinnar var ljosahátíið í Búrma.
Fólk skýlir sér fyrir flugveldum sem kveiktir voru í loftbelg yfir höfðum þeirra. Flugeldarnir voru kveiktir of snemma og neistaflugið náði til jarðar. Tilefni sýningarinnar var ljosahátíið í Búrma.
Mynd 62 af 70 – Ljósm.: AFP
Á meðan vígamenn Ríkis íslams höfðu hina fornu sýrlensku borg Palmyra á valdi sínu eyðilögðu þeir margar fornminjar, m.a. hof sem eru á heimsminjaskrá UNESCO.
Á meðan vígamenn Ríkis íslams höfðu hina fornu sýrlensku borg Palmyra á valdi sínu eyðilögðu þeir margar fornminjar, m.a. hof sem eru á heimsminjaskrá UNESCO.
Mynd 63 af 70 – Ljósm.: AFP
Kappakstur í eyðimörk Mongólíu. 130 kepptu og óku tæplega 11 þúsund kílómetra leið frá Moskvu til Peking.
Kappakstur í eyðimörk Mongólíu. 130 kepptu og óku tæplega 11 þúsund kílómetra leið frá Moskvu til Peking.
Mynd 64 af 70 – Ljósm.: AFP
Efnt var til mótmæla víðsvegar um Bandaríkin er ljóst var að Donald Trump hefði farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum í landinu.
Efnt var til mótmæla víðsvegar um Bandaríkin er ljóst var að Donald Trump hefði farið með sigur af hólmi í forsetakosningunum í landinu.
Mynd 65 af 70 – Ljósm.: AFP
Faðir og afi fimmtán ára drengs sem féll í sprengjuárás í Mosúl í Írak, syrgja á meðan hermenn stand kringum líkið.
Faðir og afi fimmtán ára drengs sem féll í sprengjuárás í Mosúl í Írak, syrgja á meðan hermenn stand kringum líkið.
Mynd 66 af 70 – Ljósm.: AFP
Vígamenn Ríkis íslams kveiktu elda í verksmiðjum til að hindra áhlaup stjórnarhersins að borginni Mosúl í Írak.
Vígamenn Ríkis íslams kveiktu elda í verksmiðjum til að hindra áhlaup stjórnarhersins að borginni Mosúl í Írak.
Mynd 67 af 70 – Ljósm.: AFP
Sýrlenskir björgunarmenn úr liði Hvítu hjálmanna, draga særðan dreng undan rústum húss í úthverfi Aleppo.
Sýrlenskir björgunarmenn úr liði Hvítu hjálmanna, draga særðan dreng undan rústum húss í úthverfi Aleppo.
Mynd 68 af 70 – Ljósm.: AFP
Hermenn á Kúbu bregðast við fréttum af andláti Fidels Castro, fyrrverandi leiðtoga landsins. Hann lést níræður að aldri í lok nóvember.
Hermenn á Kúbu bregðast við fréttum af andláti Fidels Castro, fyrrverandi leiðtoga landsins. Hann lést níræður að aldri í lok nóvember.
Mynd 69 af 70 – Ljósm.: AFP
Bandaríska fimleikakonan Simone Biles kom sá og sigraði á Ólympíuleikunum í Ríó.
Bandaríska fimleikakonan Simone Biles kom sá og sigraði á Ólympíuleikunum í Ríó.
Mynd 70 af 70 – Ljósm.: AFP