9 ára og 62 ára gamlar mæður

Hin 62 ára gamla Patricia Rashbrook, sem starfar sem barnasálfræðingur í suðurhluta London, var í kastljósi breskra fjölmiðla í gær þegar hún eignaðist dreng sem var tekinn með keisaraskurði.

Rashbrook átti fyrir þrjú börn frá fyrra hjónabandi en ákvað að fara í frjósemisaðgerð eftir að hún giftist í annað sinn. Hún er elsta breska konan til að eignast barn en á samt fjögur ár í Adriana Iliescu, sem varð í janúar 2005 elsta móðir sögunnar á 66. aldursári.

Fyrir helgi átti sér stað önnur einstæð fæðing en undir allt öðrum kringumstæðum, þegar að níu ára gömul stúlka búsett á vesturhluta Amazon-svæðisins eignaðist barn sem var einnig tekið með keisaraskurði.

Þótt algengt sé að stúlkur sem tilheyri indíánum á svæðinu eignist börn frá 11 ára aldri telja yfirvöld að fæðingin sé fordæmislaus, en þau óttast jafnframt að um nauðgun hafi verið að ræða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert