NASA ætlar að reisa geimstöð á tunglinu

Fullt tungl yfir Iwo-Jima minnismerkinu í Washington.
Fullt tungl yfir Iwo-Jima minnismerkinu í Washington. Reuters

NASA tilkynnti í dag að ætlunin væri að koma upp alþjóðlegri geimstöð við annan pólinn á tunglinu, og verður þar fast starfslið frá 2024. Með þessu á að hefja nýjan kafla í geimrannsóknum, eftir að geimskutlunum verður lagt 2010. Pólar tunglsins eru taldir henta betur en miðbik þess fyrir langtímabústað.

Fyrirhugað er að senda menn til tunglsins 2020, og mun NASA bjóða öðrum ríkjum til þátttöku í að reisa geimstöðina. Líklegra er að suðurpóll tunglsins verði fyrir valinu því þar nýtur lengur sólar, er gerir auðveldara um vik að virkja orkuna frá sólinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert