Jólaskrautið truflar netsambandið

Jólaskrautið er fallegt á að líta en getur gert þráðlausa …
Jólaskrautið er fallegt á að líta en getur gert þráðlausa netnotendur gráhærða ef marka má rannsókn Airmagnet. mbl.is/Kristinn

Þessa dagana er ekki þverfótað fyrir jólaskrauti hvort sem um venjulega heimili er að ræða eða skrifstofur. Þótt jólaskrautið sé sett upp til að koma fólki í rétta jólaskapið þá getur það gert mörgum netnotendum, þ.e. þeim sem eru eru með þráðlaust net, lífið leitt. Ástæðan er sú að jólaskrautið getur dregið umtalsvert úr styrk þráðlausa netsins.

Þetta er kemur fram í rannsókn sem bandaríska tölvufyrirtækið Airmagnet gerði. Það mældi hvort einhverjar breytingar, sem gerðar voru á skrifstofum, myndu hafa áhrif á netstyrk þráðlausra nettenginga.

Niðurstaðan var sú að þegar jólaskrautið var sett upp dró úr styrk þráðlausa netsins um allt að 25%. Þá gat vegalengd netsambandsins styst um þriðjung auk þess sem ójöfn dreifing gat í einhverjum tilfellum dregið úr styrknum um 10%.

Það skal þó tekið fram að þetta er ekki einvörðungu bundið við jólaskrautið heldur hverskonar málmur sem hefur áhrif á styrk netsins. T.d. ef nýrri bókahillu úr einhverskonar málmi væri komið upp á skrifstofunni.

Málinu er þó ekki þar með lokið því lífrænir hlutir hafa einnig áhrif á sambandið. Þráðlaust net er notar tíðnina 2,4 gígaherts sem er sama tíðni og örbylgjuofnar nota. Lífrænir hlutir geta því gleypt þráðlausu útvarpsbylgjurnar ekki ósvipað þegar matur er hitaður í örbylgjuofni. Hann gleypir þá í sig örbylgjurnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert