Bráðnun hafíss hraðar hlýnun andrúmsloftsins

Hæg bráðnun hafíss kann að hraða hlýnun andrúmsloftsins mun meira en hingað til hefur verið talið, að því er vísindamenn við Náttúrustofnunina á Grænlandi segjast hafa uppgötvað. Ástæðan er sú, að ísinn bindur koltvísýring úr andrúmsloftinu í hafinu.

Prófessor Sören Rysgaard og samstarfsmenn hans hafa komist að því, að það magn koltvísýrings sem hafísinn bindur nú í hafinu samsvari þeirri minnkun á koltvísýringslosun af mannavöldum sem Kyoto-sáttmálinn umdeildi kveði á um

Frá þessu greinir Jótlandspósturinn.

Á síðasta ári minnkaði útbreiðsla hafíss um að minnsta kosti 15-20 prósent. Sören Rysgaard segir að þegar minni hafís myndist þýði það að minna bindist af koltvísýringi í hafinu og þar með aukist magnið í andrúmsloftinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert