Hætta steðjar að vaðfuglum

Eyðilegging náttúrulegra heimkynna og hækkandi hitastig eru farin að hafa alvarleg áhrif á lífsskilyrði vaðfugla víða um heim.

Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá umhverfisverndarsamtökum, sem einkum fjalla um vaðfugla og þann gróður- og dýralíf, sem þrífst í votlendi.

Þar segir að stofnar vaðfugla hafi minnkað um 44% aðeins á síðustu fimm árum og raunar um allt að tvo þriðju í Asíu. Ástæðan er mengun, hækkandi hitastig, uppþurrkun mýra og eyðilegging á því vistkerfi sem vaðfuglum er nauðsynlegt.

Tekið er fram að þótt erfitt sé að slá einhverju föstu um loftslagsbreytingar fari ekki á milli mála að óvenjulega langvarandi þurrkar, t.d. sums staðar í Afríku, í Asíu og Ástralíu, ásamt hækkandi sjávarborði séu orðin veruleg ógn við sumar tegundir vaðfugla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert