Almenn sala á Windows Vista hefst á morgun

Hér gefur að líta mynd af skjáborði tölvu með Windows …
Hér gefur að líta mynd af skjáborði tölvu með Windows Vista stýrikerfi. AP

Microsoft tölvu- og hugbúnaðarfyrirtækið mun hefja almenna sölu á Windows Vista stýrikerfinu á morgun. Margir bíða spenntir eftir uppfærslunni á Windows stýrikerfinu sem er það vinsælasta í heimi og hefur mikið verið fjallað um það, m.a. af Bill Gates, stjórnarformanni Microsoft. Gates segir Vista svara kröfum þeirra tölvunotenda sem hafi viljað notendavænna stýrikerfi og einfaldara, að sögn Fox fréttastöðvarinnar bandarísku.

Sala á Windows Vista hefst á morgun, hér á landi sem víðar. Windows Vista verður til í sjö ólíkum útgáfum, allt eftir þörfum notenda. Einfaldasta útgáfan, Windows Vista Home Basic, kostar 194 dollara á söluvefnum Amazon.com, um 13.400 krónur.

Í Opnum kerfum kostar sama stýrikerfi 28.000 krónur og hjá EJS 31.000 krónur. Tekið skal fram að hér eru ekki nefndar allar verslanir sem selja kerfið á Íslandi og að hægt er að kaupa uppfærslu á eldra stýrikerfi. Uppfærsla fyrir Windows XP kostar 15.000 krónur hjá EJS og 19.900 hjá Tölvulistanum, svo dæmi sé tekið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert