Nautakjötsát á meðgöngu dregur úr framleiðslu sæðis

Sæði.
Sæði. mbl.is

Ný bandarísk rannsókn sem vísindamenn við háskólann í Rochester unnu bendir til þess að karlmenn, þar sem mæður átu mikið nautakjöt á meðgöngu, framleiði mun minna sæði heldur en aðrir karlmenn.

Á vef BBC kemur fram að með þessu megi leiða líkur að því að lönd Evrópu sem lögðu bann við notkun vaxtahormóns í nautakjötsframleiðslu hafi gert rétt. Notkun vaxtahormóns var bönnuð í Evrópu árið 1998.

Samkvæmt rannsókninni er þrisvar sinnum líklegra að, ef mæður átu mikið nautakjöt á meðgöngu, sæðisfrumur þeirra manna séu svo fáar að þeir greinist ófrjóir.

Í Bandaríkjunum hafa ákveðnar tegundir vaxtahormóns verið bannaðar frá árinu 1979 en aðrar, svo sem notkun testosterone og progesterone, eru enn í notaðar í bandarískum kjötiðnaði. Í rannsókn háskólans í Rochester var sæði bandarískra karlmanna sem eru fæddir 1949-1983 rannsakað.

Samkvæmt rannsókninni þá kom það í ljós að ef mæðurnar borðuðu meira en sjö nautakjötsmáltíðir á viku þá var magn sæðisfruma mannanna 43,1 milljónir á millilítra. Til samanburðar þá reyndust sæðisfrumur þeirra manna þar sem mæðurnar borðuðu minna af nautakjöti vera að meðaltali 56,9 milljónir talsins.

Talsverðar efasemdir eru um gildi rannsóknarinnar þar sem ekki var tekið tillit til utanaðkomandi þátta, svo sem lífstíls karlanna. Eins þykir erfitt að sanna hve mikið af nautakjöti mæðurnar átu á meðgöngu fyrir ansi mörgum árum síðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert