Hálkuvarinn bar sigur úr býtum í landskeppni Ungra vísindamanna

Verðlaunahafar í Landskeppni Ungra vísindamanna.
Verðlaunahafar í Landskeppni Ungra vísindamanna.
Verkefnið Hálkuvarinn, frá nemendum Iðnskólans í Reykjavík bar sigur úr býtum í landskeppni Ungra Vísindamanna sem var haldin í 19. sinn Háskóla Íslands síðasta vetrardag. Sjö lið voru skráð til keppni í ár og kepptu tvö verkefni til úrslita. Sigurverkefnið mun keppa fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni ungra vísindamanna sem fram fer á Spáni í haust.

Höfundar hálkuvarans eru Magni Rafn Jónsson og Sigurður Freyr Kristinsson, nemendur í Iðnskólanum í Reykjavík. Leiðbeinandi þeirra er Pétur Hermannsson kennari.

Hálkuvarinn er umhverfisvæn lausn á hálkuvanda bíleigenda, sem ætlað er að auka öryggi í umferðinni og hafa góð áhrif á umhverfið. Búnaðinum er ætlað að auka veggrip bifreiða þegar hún hemlar en einnig að auðvelda bifreið að fara af stað í mikilli hálku.

Í lýsingu sigurvegaranna á verkefninu kom fram að í undirbúningi og þróun búnaðarins voru gerðar margvíslegar tilraunir og prófanir til að kanna virkni hans. Dómnefnd taldi höfunda bæði hafa nýtt sér vísindaleg vinnubrögð við undirbúning verkefnisins og fylgt því eftir allt frá hugmyndastigi til lokaskýrslu.

Í öðru sæti voru Atli Sæmundsson og Auðunn Eyvindsson, nemendur í Laugalækjaskóla í Reykjavík. Leiðbeinandi þeirra er Ólafur Örn Pálmarsson kennari. Malt og appelsínukönnunni er ætlað að auðvelda landsmönnum að blanda þjóðardrykk Íslendinga, malt og appelsín. Kannan hefur þann eiginleika að notandinn getur stillt styrkleika hvors drykkjar eftir smekk. Í undirbúningi verkefnisins gerðu sigurvegararnir m.a. könnun í verslunarmiðstöðinni Glæsibæ til að kanna áhuga fólks á því hvernig það vildi hafa blönduna og teiknuðu. Í niðurstöðum dómnefndar kom fram að hún taldi sérlega lofsvert að verkefni grunnskólanemenda hefði komist til úrslita í keppninni.

Ungir Vísindamenn er vísindakeppni ungs fólks og hluti af áætlun Evrópusambandsins sem er ætlað að efla tengsl vísinda og samfélags. Markmið keppninnar er að efla hæfni ungs fólks til að vinna að rannsóknarverkefnum og stuðla að auknu frumkvæði og sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda. Keppnin fer fram í hverju aðildarlandi og öðlast sigurvegarar þátttökurétt í Evrópukeppni ungra vísindamanna sem að þessu sinni fer fram í Valencia á Spáni næsta haust. Í dómnefnd keppninnar í ár sitja Kristján Leósson, prófessor í eðlisfræði við Háskóla Íslands, Kristinn Andersen þróunarstjóri Marel og Rósa Gunnarsdóttir sérfræðingur á skrifstofu vísinda og háskóla í menntamálaráðuneytinu.

Samstarfsaðilar um Unga vísindamenn á Íslandi eru Háskóla Íslands, Marel, Menningarsjóður Glitnis, Flugfélag Íslands og menntamálaráðuneytið.

mbl.is
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...