Lífslíkur þeirra sem greinast með krabbamein hafa tvöfaldast

Illkynja krabbameinsfrumur í brjósti sjást hér á mynd frá bandarísku …
Illkynja krabbameinsfrumur í brjósti sjást hér á mynd frá bandarísku krabbameinsstofuninni. Reuters

Krabbameinsrannsóknarstofnun Bretlands (Cancer Research UK) segir líkurnar á því að lifa í 10 ár eftir að hafa greinst með krabbamein hafi tvöfaldast á sl. 30 árum.

Fram kemur að líkurnar á því að lifa eftir greiningu krabbameins séu misjafnar miðað við ólíkar tegundir krabbameins, en að meðaltali eru 46,2% líkur á því að sjúklingur lifi í 10 ár að sögn stofnunarinnar.

Meðaltalið var áður 23,6% síðustu 30 árin á undan.

Tölurnar ná yfir árin 1971 til 2001 á Englandi og í Wales. Það var prófessorinn Michael Coleman sem tók þær saman ásamt teymi sínum við London School of Hygiene and Tropical Medicine.

Það að lifa í fimm ár eftir greiningu krabbameins jókst úr 28% árið 1971 í 49,6% árið 2001.

„Á bak við þessar heildartölur eru bæði sögur vonbrigðis og árangurs,“ sagði Coleman.

„Krabbamein í brisi og lungnakrabbamein eru enn lág á skalanum og þar hefur lítil breyting orðið.“ „Hinsvegar hafa lífslíkur vegna krabbameins í brjósti batnað verulega.“

Hann segir að í dag sé líklegt að um tvær af hverju þremur konum sem greinast með brjóstakrabbamein nái að lifa í a.m.k. 20 ár eftir greiningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert