40 milljónir eintaka hafa selst af Windows Vista

Windows Vista er nýjasta stýrikerfið frá Microsoft.
Windows Vista er nýjasta stýrikerfið frá Microsoft. Reuters

Nærri 40 milljónir eintaka hafa selst af Windows Vista, nýjustu útgáfu Windows stýrikerfisins frá Microsoft. Bill Gates, stjórnarformaður Microsoft, sagði á fundi í gærkvöldi, að salan hafi verið betri en áætlanir gerðu ráð fyrir og er Vista það forrit, sem selst hefur hraðast í sögu fyrirtækisins.

Vista kom á almennan markað í janúar og var óttast að salan yrði hæg og það kæmi niður á afkomu fyrirtækisins. Hið gagnstæða hefur nú komið í ljós. Stýrikerfi frá Microsoft eru á um 90% almenningstölva í heiminum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert