Meðferð Google á persónuupplýsingum veldur áhyggjum

Reuters

Eftirlitsstofnun Evrópusambandsins er nú sögð fylgjast náið með leitarvefnum Google vegna gruns um brot á upplýsingalögum sambandsins. Munu grunsemdir um misnotkun á upplýsingum hafa vaknað í tengslum við þau áform fyrirtækisins að kaupa netauglýsingafyrirtækið DoubleClick. Þetta kemur fram á danska fréttavefnum Erhverv på Nettet.

Google, sem er stærsta leitarvél heims, geymir upplýsingar um notendur og leitarferli þeirra í tvö ár og hafa fyrirhuguð kaup fyrirtækisins á auglýsingafyrirtækinu vakið upp grunsemdir um að þessar upplýsingar verði notaðar til sölu á auglýsingum.

Þá er aukin samkeppni á milli leitarvéla Google, Microsoft og Yahoo! um auglýsingasölu til ákveðinna hópa sögð ýta mjög undir hættuna á misnotkun persónuupplýsinga notenda þessara síðna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert