Flogið með ferðamenn út í geim í geimflugvél

Geimurinn heillar marga en þangað hafa aðeins fáir útvaldir komist.
Geimurinn heillar marga en þangað hafa aðeins fáir útvaldir komist. AP

Evrópski flugvélaframleiðandinn EADS hyggst stefna út í geim, en Astrium deild fyrirtækisins segist ætla að smíða geimflugvél sem getur flogið með farþega í um 100 km hæð yfir jörðu og þar með út úr gufuhvolfi jarðar.

Vélin, sem mun taka á loft frá venjulegum flugvelli, mun gefa ferðamönnum tækifæri til þess að upplifa þyngdarleysi í um þrjár til fimm mínútur í ferðinni.

Talið er að farmiðinn muni kosta um 200.000 evrur, og þá er talið líklegt að geimflugin hefjist árið 2012.

„Við trúum því að það sé vilji fólks að heimsækja geiminn og við viljum gefa þeim tækifæri til þess,“ sagði Francois Auque, forstjóri Astrium.

„Astrium er langstærsta geimfyrirtækið í Evrópu, þannig að við búum yfir mikilli þekkingu á þessu sviði. Við teljum að hugmyndir okkar séu afar öruggar, ótrúlega þægilegar og kostnaður í lágmarki,“ sagði hann í samtali við BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert