FBI berst við uppvakninga

FBI segir þjóðarörygginu stafa ógn af tölvum saklausra borgara sem …
FBI segir þjóðarörygginu stafa ógn af tölvum saklausra borgara sem tölvuþrjótar hafa náð yfir á sitt vald. Reuters

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur nú samband við yfir milljón manns sem eiga tölvur sem tölvuþrjótar hafa komist yfir, en slíkar tölvur eru kallaðar uppvakningar (e. zombies).

Þetta er liður í verkefni sem ætlað er að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar geti nýtt sér slíkar tölvur til þess að fremja hátækniglæpi, en verkefnið hefur verið í gangi í þó nokkurn tíma.

FBI hefur fundið net tölva sem tölvuþrjótar hafa komist yfir. Tölvuþrjótarnir hafa notað tölvurnar til þess að dreifa ruslpósti, stela auðkennum fólks og gera árásir á vefsíður.

FBI segir að uppvakningarnir „ógni þjóðaröryggi landsins“, segir á fréttavef BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert