Vel tengd amma

Það er nauðsynlegt að vera vel tengdur.
Það er nauðsynlegt að vera vel tengdur. mbl.is/Kristinn

Það getur verið ergilegt að vinna með hægvirka nettengingu, en Sigbritt Löthberg sem er 75 ára Svíi þarf ekki að hafa áhyggjur af slíku. Hún fékk fyrir skömmu sína nettengingu sem var engin venjuleg tenging. Hún fékk ofurbreiðbandstengingu með 40 gígabit á sekúndu.

Samkvæmt frétt í sænska blaðinu Ny Teknik er Löthberg með um það bil fjögur þúsund sinnum hraðari nettengingu en flestir aðrir.

Ástæðan er sú að Sigbritt er móðir Peter Löthberg sem er athafnamaður í netheimum og oft kallaður faðir sænska internetsins sem er að prófa sig áfram með nýtt verkefni.

Sigbritt sagðist hafa litast aðeins um á netinu, „sörfað” aðeins en að hún hefði ekki alveg kunnað á það. „Það hitnar vel í kringum maskínurnar svo ég notaði það til að þurrka þvott,” sagði hún í samtali við Ny Teknik.

En sonur hennar hefur nefnilega fengið að setja nokkra risabeina (router) upp í bílskúrnum hjá mömmu sinni.

Með 40 gigabita tengingu getur Sigbritt Löthberg tekið inn 1500 sjónvarpsrásir í hæstu upplausn (hdtv) eða hlaðið niður heilli kvikmynd á tveimur sekúndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert