Spá fækkun ísbjarna um 2/3 fyrir miðja öldina

AP

Tveir þriðju hlutar ísbjarnarstofnsins í heiminum verður horfinn um miðja öldina, að því er bandaríska jarðvísindastofnunin spáir. Ástæðan sé sú, að víða á norðurheimskautssvæðinu minnki sumarís svo hratt að innan fárra áratuga geti engir birnir lifað þar.

Frá þessu greinir fréttavefur BBC. Um er að ræða niðurstöður rannsóknar sem bandarísk stjórnvöld létu gera í því skyni að ákvarða hvort ísbirnir skuli flokkast sem dýr í útrýmingarhættu og njóta verndar samkvæmt lögum þar um. Ákvörðunar stjórnvalda þar um er að vænta í janúar.

Niðurstöður stofnunarinnar benda til, að á sumum svæðum sem ísbirnir eru nú á, eins og í Barentshafi norður af Noregi og Rússlandi, verði orðið ólíft fyrir þá undir miðja öldina. Er þetta byggt á athugunum á vísbendingum um minnkandi sumarís og spám gerðum með loftslagslíkönum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert